Fasteignaskattur er annar stærsti tekjustofn sveitarfélaga og er lagður árlega á flestar fasteignir. Álagningarstofn er fasteignamat sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gefur út. Fasteignamat skal miðast við markaðsverð húsnæðis í febrúarmánuði ár hvert og nýtt mat tekur gildi 31. desember s.á. Sveitarfélagið leggur skatta á það mat næsta ár og innheimtir skatta. Um er að ræða þrjá skattflokka.
- A-skattur er lagður á íbúðarhúsnæði og getur verið allt að 0,5% af fasteignamati, með heimild til hækkunar upp í 0,625%.
- B-skattur er lagður á ýmsar opinberar byggingar og er 1,32% af fasteignamati.
- C-skattur er lagður á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði sem hvorki fellur undir A- eða B-skatt og getur verið allt að 1,32% af fasteignamati, með heimild til hækkunar upp í 1,65%.
Samhliða fasteignaskatti innheimta sveitarfélög ýmis fasteignagjöld, s.s. fráveitu - og vatnsgjald, lóðaleigu og sorpgjald. Þessi gjöld ráðast í mörgum tilvikum af fasteignamati. Byggðastofnun tekur árlega saman upplýsingar um fasteignagjöld.
- Myndræn framsetning fasteignaskatta
- Álagður fasteignaskattur 2024
- Álagningarreglur fasteignagjalda 2024
- Skýrsla Byggðastofnunar um fasteignagjöld 2023
- Álagður fasteignaskattur 2023
- Álagningarreglur fasteignagjalda 2023
- Skýrsla Byggðastofnunar um fasteignagjöld 2022
- Álagður fasteignaskattur 2022
- Álagningarreglur fasteignagjalda 2022
- Álagður fasteignaskattur 2021
- Álagningarreglur fasteignagjalda 2021
- Álagður fasteignaskattur 2020
- Álagningarreglur fasteignagjalda 2020