Sameiginlegar upplýsingar
Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Fyrstu rituðu heimildirnar um sveitarfélögin, eða löghreppana eins og þau hétu þá, er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá 12. öld. Þar segir að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri.
Tilvist sveitarfélaganna á Íslandi má rekja til þeirra lýðræðislegu hefða sem landnámsmenn þekktu til úr norrænni menningu fyrri heimkynna. Upphaflegt hlutverk sveitarfélaganna mótaðist á grundvelli samhjálpar. Þótt sjálfstæði löghreppanna hafi endanlega verið afnumið af Danakonungi árið 1809 höfðu þeir í raun glatað því miklu fyrr.
Sveitarfélögin voru síðan endurreist með tilskipun frá Kristjáni IX. Danakonungi 4. maí 1872 en þá var lagður grunnur að þeirri sveitarfélagaskipan sem gilti fram undir síðustu aldamót. Fyrstu sveitarstjórnarlögin voru sett árið 1905.
Í júlí 2024 eru sveitarfélögin í landinu 63 talsins.
Frá árinu 1950, þegar sveitarfélögin voru 229, hefur þeim því fækkað um 166.
Sameiningar sveitarfélaga
Frá árinu 1950 hefur sveitarfélögum á Íslandi fækkað um 166 úr 229 í 63.
Allt frá árinu 1990 hefur verið unnið að eflingu sveitarstjórnarstigsins með það að markmiði að fækka, stækka og styrkja möguleika sveitarfélaga á að vera sjálfbærar þjónustu- og rekstrareiningar.
Júní 2024
Maí 2024
Sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar tekur gildi 19. maí 2024.
Október 2023
Samtal um sameiningar
- Skorradalshreppur og Borgarbyggð.
Samþykkt í hreppsnefnd Skorradalshrepps 18.10.2023 - Árneshreppur og önnur sveitarfélög á Vestfjörðum.
Ályktun í ágúst 2023 - Sveitarfélagið Vogar og önnur sveitarfélög á Reykjanesi.
Vangaveltur og samtal í september 2023
Stykkishólmsbær og Helgafellssveit
- Stykkishólmsbær
- Helgafellssveit
- Sameiningin var samþykkt 26. mars 2022
Húnvetningur
- Blönduósbær
- Húnavatnshreppur
- Sameiningin var samþykkt 19. febrúar 2022
- Í skoðanakönnun sem fram fór 14. maí hlaut nafnið Húnabyggð flest atkvæði
- Sameiningin var samþykkt 19. febrúar 2022
Skagfirðingar
- Akrahreppur
- Sveitarfélagið Skagafjörður
- Sameiningin var samþykkt 19. febrúar 2022
- Í skoðanakönnun sem fram fór 14. maí hlaut Sveitarfélagið Skagafjörður flest atkvæði
- Sameiningin var samþykkt 19. febrúar 2022
Svalbarðshreppur og Langanesbyggð
- Langanesbyggð
- Svalbarðshreppur
- Sameiningin var samþykkt 26. mars 2022
- Sameiningin var samþykkt 26. mars 2022
Snæfellingar
- Eyja- og Miklaholtshreppur
- Snæfellsbær
- Sameiningu var hafnað 19. febrúar 2022
Sveitarfélög á Suðurlandi
- Ásahreppur
- Mýrdalshreppur
- Rangárþing eystra
- Rangárþing ytra
- Skaftárhreppur
- Sameiningin hlaut ekki samþykki allra sveitarfélaganna.
Þingeyingur
- Skútustaðahreppur
- Þingeyjarsveit
- Sameining sveitarfélaganna var samþykkt.
- Í skoðanakönnun sem fram fór í apríl 2022 hlaut nafnið Þingeyjarsveit flest atkvæði
Austur-Húnavatnssýsla
- Blönduósbær
- Húnavatnshreppur
- Skagabyggð
- Sveitarfélagið Skagaströnd
- Sameiningin hlaut ekki samþykki allra sveitarfélaganna.
Safn ýmissa gagna og frétta um sameiningar sveitarfélaga – alls ekki tæmandi listi
2020
- 09.10.20 – Stjórnsýsla sameinaðs sveitarfélags verði á Skagaströnd
- 06.10.20 – Lagt til að formlegar sameiningarviðræður hefjist í A-Hún
- 30.09.20 – Ræða möguleika á frekara samstarfi eða sameiningu í Eyjafirði
- 29.07.20 – Margir vilja sameina öll sveitarfélögin
- 15.04.20 – Kanna áhrif sameiningar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi
- 15.02.20 – Framtíðarsýn fyrir Eyjafjarðarsvæðið (skýrsla unnin fyrir Svalbarðsströnd)
- 05.02.20 – Ellefu sveitarfélög skoða sameiningar
- 03.02.20 – Rúm 20% sveitarfélaga í landinu ræða sameiningar með nýjum og breyttum forsendum
2019
- 26.09.19 – Segir sameiningu óumflýjanlega
- 10.09.19 – Akranes vill sameinast Hvalfjarðarsveit
- 09.09.19 – Sameining ekki allsstaðar galdralausn
2017
- Möguleg sameining sveitarfélaga í Árnessýslu (Skýrsla KPMG)
2016
- Höldum við rétt á spöðunum – staða og framtíð sveitarfélaga á Íslandi (Efnahagssvið SA, desember 2016)
- Austurland – Stöðugreining og forsendur tillögu um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Austurland – Markmið verkefnisins
- Austurland – Auglýsing um íbúafundi
Minnisblöð:
- Austurland – Eignir, veitur og B-hluta fyrirtæki
- Austurland – Fjármál og stjórnsýsla
- Austurland – Fræðslu- og félagsmál
- Austurland – Íþrótta- og tómstundamál
- Austurland – Menningarmál
- Austurland – Samgöngur, atvinnulíf og byggðaþróun
- Austurland – Umhverfi og skipulag
Myndband:
Sveitarstjórnarkosningar
Sveitarstjórnarkosningar fara fram á fjögurra ára fresti samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu. Nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningar er að finna hjá Landskjörstjórn á Ísland.is.
Síðustu sveitarstjórnarkosningar fóru fram árið 2022 og er kjörtímabil þeirra til ársins 2026.
Landshlutasamtök
Í 97. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 eru ákvæði um það, að sveitarfélögum sé „heimilt að starfa saman innan staðbundinna landshlutasamtaka sveitarfélaga er vinni að sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna í hverjum landshluta.“.
Landshlutasamtökin eru átta talsins. Þau eru frjáls samtök sveitarfélaganna og hafa þau öll sérstakan framkvæmdastjóra og skrifstofu. Landshlutasamtökin fara með byggðamál og sérstök hagsmunamál hvers landshluta. Gott samstarf er milli aðila og fulltrúar sambandsins sitja jafnan aðalfundi landshlutasamtakanna og formenn og framkvæmdastjórar þeirra eiga samkvæmt lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sæti á landsþingum með tillögurétti og málfrelsi. Reglulega eru fundir haldnir með fulltrúum landshlutasamtakanna og stjórn sambandsins.
Hamraborg 9, 200 KÓPAVOGUR
Sími 564 1788 Bréfsími: 564 2988
Netfang: ssh@ssh.is
Veffang: https://www.ssh.is/
Framkvæmdastjóri: Páll Björgvin Guðmundsson, pallbg@ssh.is
Skógarbraut 945, 235 REYKJANESBÆ
Sími: 420 3288
Netfang: sss@sss.is
Veffang: https://www.sss.is/
Framkvæmdastjóri: Berglind Kristinsdóttir, berglind@sss.is
Bjarnarbraut 8, 310 BORGARNES
Sími: 433 2310 Bréfsími: 437 1494
Netfang: ssv@ssv.is
Veffang: https://www.ssv.is/
Framkvæmdastjóri: Páll Brynjarsson
Árnagötu 2-4, 400 ÍSAFJÖRÐUR
Sími 450 3000 Bréfsími: 450 3005
Netfang: fv@vestfirdir.is
Veffang: https://www.vestfirdir.is
Framkvæmdastjóri: Aðalsteinn Óskarsson
Höfðabraut 6, 530 HVAMMSTANGI
Sími: 455 2510 Bréfsími: 455 2509
Netfang: ssnv@ssnv.is
Veffang: https://www.ssnv.is/
Framkvæmdastjóri: Katrín M. Guðjónsdóttir
Garðarsbraut 5, 640 HÚSAVÍK
Sími: 464 5412 / 464 5400
Netfang: ssne@ssne.is
Veffang: https://www.ssne.is
Framkvæmdastjóri: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
SSNE Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra
Tjarnarbraut 39a, 700 EGILSSTÖÐUM
Sími: 472 1690 Bréfsími: 472 1691
Netfang: ssa@ssa.is
Veffang: www.austurbru.is
Verkefnastjóri: Dagmar Ýr Stefánsdóttir, ssa@ssa.is
Austurvegi 56, 800 SELFOSS
Sími: 480 8200 Bréfsími: 480 8201
Netfang: sass@sudurland.is
Veffang: www.sass.is
Framkvæmdastjóri: Bjarni Guðmundsson