Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd hins staðbundna lýðræðis. Sveitarstjórnir og almenningur leita stöðugt leiða til þess að efla lýðræði og auka þátttöku almennings í sveitarstjórnarmálum. Einnig hafa sveitarfélög markað sér stefnu í mannréttinda- og jafnréttismálum.
Sveitarstjórnarkosningar
Ákvæði um kosningar til sveitarstjórna er að finna í lögum um kosningar til sveitarstjórna.
Fréttir og fróðleikur um lýðræði í sveitarfélögum
Handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa
Í nóvember 2017 gaf Samband íslenskra sveitarfélaga út Handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa.
Jafnréttis- og mannréttindamál
Sveitarstjórnir skulu skipa jafnréttisnefnd sem á að vinna samkvæmt jafnréttislögunum.
Innflytjendamál
Sambandið vinnur að sameiginlegum framfaramálum í málefnum innflytjenda.