Fréttir og tilkynningar
Íslenskur fulltrúi í fyrsta sinn í yfirstjórn Evrópusamtaka sveitarfélagasambanda
Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Evrópusamtökum sveitarfélagasambanda, CEMR. Þetta eru breiðustu og fjölmennustu hagsmunasamtök sveitarstjórnarstigins í Evrópu. Yfir 60 sveitarfélaga- og svæðasamtök á landsvísu frá 41 landi eiga aðild að samtökunum. Aðildarsamtökin eru fulltrúar yfir 100.000 sveitarfélaga og svæða í Evrópu.
Verkalýðsfélag Akraness samþykkir kjarasamning með öllum greiddum atkvæðum
Í gær lauk kosningu Verkalýðsfélags Akraness vegna kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitafélaga. Þeir sem heyra undir þennan kjarasamning eru félagsmenn VLFA sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hvalfjarðasveit og dvalar-og hjúkrunarheimilinu Höfða.
Drög að landsáætlun í skógrækt og að lýsingu landgræðsluáætlunar í umsagnaferli
Samband íslenskra sveitarfélaga bendir sveitarfélögum á að í Samráðsgátt er nú að finna tvö mál sem varða drög að landgræðsluáætlun, mál 12/2020 annars vegar og drög að landsáætlun í skógrækt, mál 310/2019, hins vegar.
Umsagnir um Hálendisþjóðgarð, þjóðgarðastofnun og meðhöndlun úrgangs
Á meðal áhugaverðra mála sem sambandið hefur veitt umsögn um má benda á reglugerð um Fiskeldissjóð. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir
Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2020-2021. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2020.
Samband íslenskra sveitarfélaga hlýtur jafnlaunavottun
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85:2012. Vottunin staðfestir að starfsfólk sambandins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum endurútgefin
Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum hefur verið endurútgefin. Handbókin var útgefin af mennta- og menningarmálaráðuneyti árið 2014 og er þetta þriðja endurgáfa síðan.
Samið við Starfsgreinasamband Íslands
Þann 16. janúar sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands nýjan kjarasamning.
Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum komin út
Starfshópur á vegum embættis landlæknis sem unnið hefur tillögur um innleiðingu geðræktarstarfs, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólastarfi hefur skilað niðurstöðum sínum til heilbrigðisráðherra.
Umsagnir sambandsins um Þjóðgarðastofnun og um Hálendisþjóðgarð
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett inn á samráðsgátt umsagnir um frumvörp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og um Hálendisþjóðgarð. Í umsögnunum eru settar fram ítarlegar ábendingar við bæði frumvörpin.
Stefna sambandsins um samfélagslega ábyrgð
Á fundi stjórnar sambandsins í nóvember 2019 var samþykkt Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð. Í stefnunni er að finna markmið sambandsins og aðgerðaráætlun um samfélagslega ábyrgð fyrir árin 2019-2022.
Kjarasamningur við Verkalýðsfélag Akraness undirritaður
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness undirrituðu nýjan kjarasamning föstudaginn 10. janúar s.l.
Reykjanesbær laus undan sérstöku eftirliti tveimur árum á undan áætlun
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé nú fallin úr gildi og að bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram í bréfi sem eftirlitsnefndin hefur sent Reykjanesbæ.
Leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og skólastjórnenda
Athygli sveitarfélaga er vakin á því að um áramótin tóku gildi lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019, en þau voru samþykkt voru á Alþingi 20. júní 2019.
Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála
Félagsmálaráðuneytið hefur birt auglýsingum Innflytjendaráðs þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála 2019-2020. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að veita styrki til verkefna í þágu barna og ungmenna.
Niðurstöður Skólaþings sveitarfélaga 2019 liggja fyrir
Samband íslenskra sveitarfélaga gekkst fyrir Skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember sl. undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“. Þar var kastljósinu m.a. beint að skipan skólakerfisins og áhrifum hennar á þróun þess síðastliðna áratugi.
Forsendur framlaga Jöfnunarsjóðs aðgengilegar í nýrri upplýsingagátt
Skömmu fyrir áramót opnaði Jöfnunarsjóður sveitarfélaga nýja upplýsingagátt sem veitir aðgang að tölfræðiupplýsingum um framlög sjóðsins. Í gáttinni er einnig hægt að skoða forsendur sem liggja til grundvallar við útreikning framlaga.
Norskum sveitarfélögum fækkar úr 428 í 356
Um áramótin sameinast 109 norsk sveitarfélög í 43 ný sveitarfélög. Þessar sameiningar eru síðasta skrefið í umfangsmiklu norsku sameiningarátaki sem norska ríkisstjórnin hleypti af stað árið 2014. Byggt var á frjálsum sameiningum með fjárhagslegum hvata.