Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum hefur verið endurútgefin. Handbókin var útgefin af mennta- og menningarmálaráðuneyti árið 2014 og er þetta þriðja endurgáfa síðan.
Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum hefur verið endurútgefin. Handbókin var útgefin af mennta- og menningarmálaráðuneyti árið 2014 og er þetta þriðja endurgáfa síðan. Handbókin er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum skóla, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í grunnskólum til stuðnings við gerð öryggishandbóka, öryggis- og viðbragðsáætlana og til upplýsinga fyrir foreldra og fjölskyldur grunnskólabarna.
Helstu breytingar frá fyrri útgáfu eru þessar:
- Bætt var inn undirkaflanum 4.5 Viðmið um heilsutengdar forvarnakynningar og fræðslu í skólum, að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytis. Viðmiðin draga annars vegar fram fyrirmæli í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla og hins vegar leiðbeiningar Embættis landlæknis um hvað virkar í tóbaks-, áfengis- og vímuforvörnum í skólum, leiðbeiningarnar eru einnig í viðauka handbókarinnar. Ráðuneytið sendi dreifibréf þann 31.10.2019 til grunn- og framhaldsskóla þar sem vakin var athygli á viðmiðunum, en þau voru sett í framhaldi af ályktun frá Heimili og skóla þar sem lýst var yfir áhyggjum af aðgengi og öryggismálum í skólum. Annars vegar var um að ræða öryggismál um aðgengi óviðkomandi aðila að skólum og hins vegar um hvaða kröfur beri að gera til þeirra aðila sem koma í skóla með kynningar og fræðslu um t.d. tóbaks-, áfengis- og vímaefnanotkun.
- Í viðauka var bætt við upplýsingum um Vináttu verkefni Barnaheilla og fræðsluefni um vernd barna gegn ofbeldi, að beiðni Barnaheilla.
- Í undirkafla 2.3 var bætt við upplýsingum um skyldur skólanna samkv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, að beiðni Jafnréttisstofu.
Menntamálastofnun óskar eftir því að athugasemdir við útgáfuna, ef einhverjar eru, verði sendar á netfangið erla.osk.gudjonsdottir@mms.is.