Á fundi stjórnar sambandsins í nóvember 2019 var samþykkt Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð. Í stefnunni er að finna markmið sambandsins og aðgerðaráætlun um samfélagslega ábyrgð fyrir árin 2019-2022.
![](https://old.samband.is/wp-content/uploads/media/_ORIGINALS/samfelagslegabyrgd-850x600-c-default.jpg)
Á fundi stjórnar sambandsins í nóvember 2019 var samþykkt Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð. Í stefnunni er að finna markmið sambandsins og aðgerðaráætlun um samfélagslega ábyrgð fyrir árin 2019-2022.
Stefnunni er skipt upp í tíu liði. Þrír fyrstu töluliðir stefnunnar varða þjónustu sambandsins við sveitarfélögin en seinni sjö töluliðirnir varða starfsemi og rekstur sambandsins.
Með útgáfu stefnunnar vill Samband íslenskra sveitarfélaga sýna samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni, við ákvarðanatöku og ráðgjöf og vera til fyrirmyndar í málefnum sjálfbærrar þróunar og loftslags. Einnig að skapa vettvang fyrir sveitarfélögin til að læra hvert af öðru og auka þekkingu og hæfni til að takast á við áskoranir á sviði loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar.
· Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð