Fréttir og tilkynningar

Er framúrskarandi kennari, verkefni og/eða menntaumbætur í þínu sveitarfélagi?

Því ekki að tilnefna til Íslensku menntaverðlaunanna? Nú er hægt að senda inn tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2024.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um samræmt verklag sveitarfélaga í byggingarmálum

Heiða Björg Hilmisdóttir undirritaði í dag, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, viljayfirlýsingu um samræmt verklag sveitarfélaga í byggingarmálum. Ásamt sambandinu undirrita Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Stafrænt Ísland og Reykjavíkurborg viljayfirlýsinguna.

Lesa meira

Af dýraleifamálum 

Sambandið hefur tekið virkan þátt í umræðu um ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga er varða dýraleifar síðustu misseri. Álit sambandsins er að söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun aukaafurða dýraleifa ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga og má finna í minnisblaði dags. 4. júlí 2023.

Lesa meira

Samræmdar flokkunarmerkingar hafa áhrif á hegðun fólks við að minnka magn úrgangs og auka flokkun 

Notkun á samræmdum og skýrum flokkunarmerkingum úrgangstegunda nær fram betri flokkun, dregur úr magni úrgangs með áhrifum á upprunaflokkun ásamt því að draga úr kostnaði við meðhöndlun úrgangs – sem var einmitt markmiðið með merkingarkerfinu.

Lesa meira

Söfnun heimilisúrgangs hjá lögaðilum  

Í tengslum við lög nr. 103/2021 sem sett voru vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis hafa sveitarfélög unnið að endurskoðun samþykkta um meðhöndlun úrgangs.

Lesa meira

Sambandið hefur tekið saman umhverfisverkefni ársins 2023 

Sambandið hefur skilað skýrslu til umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis (URN) um verkefni ársins 2023.

Lesa meira

Byggingar- og niðurrifsúrgangur – skyldur sveitarfélaga  

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um 70% endurnýtingarhlutfall byggingar- og niðurrifsúrgangs.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í LIFE 18. apríl 

Auglýsingar eftir umsóknum í LIFE áætlunina fyrir árið 2024 verða birtar þann 18. apríl.

Lesa meira

Verkefna- og kynningarstjóri Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að verkefna- og kynningarstjóra til að sinna verkefnum tengdum fyrirlagningu og kynningu á Íslensku æskulýðsrannsókninni (ÍÆ). Í boði er fjölbreytt, áhugavert og lifandi starfsumhverfi þar sem reynir á framúrskarandi samskiptahæfni, ríka þjónustulund og fagmennsku.

Lesa meira

Útgáfuviðburður: Lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð 

Þriðjudaginn 26. mars 2024 kl. 12-13 verður samræmd aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar formlega gefin út, með opnun LCA-gáttar og upplýsingasíðu um lífsferilsgreiningar á hms.is.

Lesa meira

Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf á sviði almannavarna

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, undirrituðu viljayfirlýsingu um aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga á sviði almannavarna á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Hörpu þann 14. mars.

Lesa meira

Ábyrgð framleiðenda á textíl bíður umfjöllunar nýs Evrópuþings 

Evrópuþingið samþykkti frumvarp um endurskoðun á úrgangstilskipun Evrópusambandsins þann 13. mars sl. þar sem m.a. er kveðið á um að taka upp framleiðendaábyrgð á textíl, fatnaði og skóm.

Lesa meira

Örbrennslustöð vart samkeppnishæf 

Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur og stjórnarmaður Sorpu, og Valgeir Páll Björnsson, verkefnastjóri hjá Sorpu, hafa tekið saman minnisblað um örbrennslur.

Lesa meira

Samband íslenskra sveitarfélaga hlýtur jafnlaunastaðfestingu

Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.

Lesa meira

Hamingja unga fólksins: Málþing í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn

Í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum 2024, miðvikudaginn 20. mars, standa Embætti landlæknis, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga, Festa – miðstöð um sjálfbærni og Endurmenntun Háskóla Íslands að málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 13:00–16:00.

Lesa meira

Veffundur um niðurstöður könnunar á heimsmarkmiða- og sjálfbærnivinnu íslenskra sveitarfélaga

Í fyrravor var gerð umfangsmikil könnun á heimsmarkmiða- og sjálfbærnivinnu íslenskra sveitarfélaga sem sveitarfélög með 99,7% íbúa landsins, svöruðu.

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk; bregðast þarf strax við!

Fyrsta áfangaskýrsla starfshóps um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk er komin út.

Lesa meira

Landsþing sambandsins í Hörpu

Landsþing sveitarfélaga var sett í Hörpu í morgun, fimmtudaginn 14. mars. Landsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands íslenskra sveitarfélaga og kemur saman árlega, að jafnaði í mars eða apríl.

Lesa meira