Heiða Björg Hilmisdóttir undirritaði í dag, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, viljayfirlýsingu um samræmt verklag sveitarfélaga í byggingarmálum. Ásamt sambandinu undirrita Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Stafrænt Ísland og Reykjavíkurborg viljayfirlýsinguna.
Í yfirlýsingunni sammælast framangreindar stofnanir um að vinna saman að því að samræma verklag þvert á sveitarfélög með einu viðmóti fyrir umsókn um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra í stað 64 í dag. Með verkefninu er einnig stefnt að því að auk samræmingu umsókna og afgreiðslu byggingarleyfa muni það flýta fyrir skráningu og auka gæði rauntímaupplýsinga um mannvirkjagerð.
Verkefniðmunstuðla að markmiðum um skilvirka stjórnsýsluásamt því mun bætt umhverfi mannvirkjagerðar stuðla að auknum gæðum, öryggi, eftirliti og rekjanleika. Verkefnið er eitt af 44 aðgerðum sem ætlað er að ná fram markmiðum húsnæðisstefnu stjórnvalda. Verkefnið samræmist jafnframt aðgerðaráætlun í málefnum sveitarfélaga er varða stafræna umbreytingu þar sem vinna skal að heildstæðri stefnumörkun um stafræna umbreytingu sveitarfélaga og samstarf þeirra við ríkið til að ná þeim markmiðum.
Viljayfirlýsing um samræmt verklag sveitarfélaga í byggingarmálum