Fréttir og tilkynningar

Fundir um samstarfsmöguleika með pólskum sveitarfélögum

Sendinefndir frá systursamböndum Sambands íslenskra sveitarfélaga í Noregi og Póllandi funduðu með íslenskum sveitarfélögum 24. janúar í Reykjavík og 26. janúar á Akureyri um samstarfsmöguleika með tilstyrk EES uppbyggingarsjóðsins.

Lesa meira

Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2022

Nokkur undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli.

Lesa meira

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2023-2024. Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2023.

Lesa meira

Breyttar viðmiðunarfjárhæðir vegna félagslegra íbúða og breytingar á framkvæmd opinbers húsnæðisstuðnings

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að innviðaráðherra hefur gefið út uppfærðar viðmiðunarfjárhæðir tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða fyrir árið 2023.

Lesa meira

Hvað myndirðu gera ef barnið þitt kæmi heim með sýnilega áverka?

Sem betur fer reyna langflestir foreldrar allt sem þau geta til að vernda og verja börnin sín fyrir því sem veldur þeim skaða. Börnum af minni kynslóð var til dæmis kennt að varast ókunnuga á götum úti, fara aldrei upp í bíl með ókunnugum og svo auðvitað var stúlkum kennt að passa sig og setja sig ekki í aðstæður sem gætu leitt af sér ofbeldi. Það heppnaðist ekki alltaf, en það voru verkfærin sem foreldrar okkar höfðu. Óþokkar í myrkum húsasundum voru óöryggið og óttinn sem bar að varast. 

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur kennara er í dag

Í dag er alþjóðlegur dagur menntunar. Án kennara getur menntun ekki átt sér stað og varð skortur á kennurum til þess að stjórnvöld settu af stað fimm ára átaksverkefni um nýliðun kennara vorið 2019. Útskrifuðum kennurum hefur fjölgað umtalsvert frá því að átaksverkefnið hófst.

Lesa meira

Hvaða gjaldskrár þarf að birta í b-deild stjórnartíðinda?

Og þurfa þær staðfestingu ráðuneytis?

Lesa meira

Hækkun viðmiðunarfjárhæða tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða

Innviðaráðherra, hefur gefið út uppfærðar viðmiðunarfjárhæðir tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða fyrir árið 2023.

Lesa meira

Karl Björnsson framkvæmdastjóri tilkynnir starfslok

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur tilkynnt að hann muni láta af starfi sínu þann 1. maí nk. og fara á eftirlaun.

Lesa meira

Aðkoma Sambandsins að landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum

Þann 21. október síðastliðinn skipaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra stýrihóp sem hefur það hlutverk að vinna tillögu að efnisþáttum og skipulagi fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum.

Lesa meira

Fjórtán sveitarfélög innleiða Borgað þegar hent er kerfi

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í samstarfi við Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Húsnæðis og mannvirkjastofnun boðið öllum sveitarfélögum að taka þátt í verkefni um breytta innheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Verkefnið nefnist ,,Borgað þegar hent er heim í hérað“ og hefur það að markmiði að mengunarbótaregluna við meðhöndlun úrgangs.

Lesa meira

Tveir nýir sérfræðingar komnir til starfa

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ráðið tvo sérfræðinga til starfa á skrifstofu sambandsins.

Lesa meira

Þekkir þú birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis?

Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins, með það að markmiði að fræða þau um mörk og samþykki, en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis, þ.m.t. um slagsmál ungmenna, tælingu og nektarmyndir.

Lesa meira

Ný byggðarmerki Skagabyggðar og Húnabyggðar

Sveitarfélögin Skagabyggð og Húnabyggð hafa tekið í notkun ný byggðarmerki sveitarfélaganna.

Lesa meira

Efling skóla, frístundastarfs og barnaverndar vegna barna á flótta

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur úthlutað 143 m.kr. í styrki til sveitarfélaga til að bregðast við aukningu í móttöku barna á flótta. Styrkirnir snúa annars vegar að eflingu skóla og frístundastarfs og hins vegar að stuðningi við umdæmisráð barnaverndar og önnur úrræði fyrir fjölskyldur á flótta.

Lesa meira

Tímamótasamkomulag ríkis og borgar um húsnæðisuppbyggingu

Reykjavíkurborg áformar að tvöfalda magn nýrra íbúða frá fyrri áætlunum. Stefnt á 2.000 nýjar íbúðir á ári í Reykjavík næstu fimm árin.

Lesa meira

Tíðindi tíu ára

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, Tíðindi, er tíu ára en fyrsta tölublaðið kom út í janúar 2013.

Lesa meira

Fjárfesting í þágu þjóðar

Uppbygging innviða á Íslandi. Ráðstefna á vegum lífeyrissjóða og innviðaráðuneytisins 2. febrúar 2023.

Lesa meira