Fréttir og tilkynningar

Sveitarfélög hvött til að sækja um styrk til fráveituframkvæmda

Frestur til að sækja um styrk til fráveituframkvæmda er til 1. september nk. en opnað var fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki þann 13. júní sl.  Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu hefur aðeins eitt sveitarfélag skilað inn umsókn.

Lesa meira

Sveitarfélög á leiðinni í mark

Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi nýlega könnun á úrgangsstjórnun sveitarfélaga. Könnunin er gerð í ljósi þess að um áramótin komu til framkvæmda ýmis ákvæði laga nr. 103/2021 sem sett voru vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis þar sem sveitarfélög gegna lykilhlutverki.

Lesa meira

Gott að eldast: Frestur til þátttöku í þróunarverkefni framlengdur til 14. september

Frestur til að sækja um þátttöku í þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu hefur verið framlengdur til og með 14. september nk.

Lesa meira

Íbúakosningum ætlað að auka lýðræðisþátttöku og efla sveitarstjórnarstigið

Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga á grundvelli 133. gr. sveitarstjórnarlaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsagnir eða ábendingar til og með 1. september nk.

Lesa meira

Handbók um húsnæðismál í Samráðsgátt stjórnvalda

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á Hvítbók um húsnæðismál liggur nú frammi í Samráðsgátt stjórnvalda.

Lesa meira

Formaður sambandsins og fulltrúar sveitarfélaga áttu fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra

Fulltrúar sambandsins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu funduðu í morgun með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra um stöðu hælisleitenda sem sviptir hafa verið öllum stuðning eftir synjun um alþjóðlega vernd.

Lesa meira

Sveitarfélög bera ekki ábyrgð á þjónustu við erlenda ríkisborgara í ólögmætri dvöl

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman minnisblað um álitaefni sem fram koma í 15. grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og varða heimild eða skyldu sveitarfélaga til að veita útlendingi sem ekki hefur lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð.

Lesa meira

Orkuskipti og sveitarfélög

Íslensk nýorka, Eimur, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Vestfjarðastofa standa fyrir sameiginlegum viðburði þann 29. ágúst n.k. kl. 13:00.

Lesa meira

Yfirlýsing Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málefna hælisleitenda

Samband íslenskra sveitarfélaga harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu skv. breyttum útlendingalögum, tekur sambandið jafnframt undir yfirlýsingu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frá sér.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um aukna þjónustu við börn

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til morgunverðarfundar um nýja framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar fyrir árin 2023 til 2027 mánudaginn 14. ágúst kl. 8:30–10:00 í Nauthóli.

Lesa meira

Úttekt á starfsemi tónlistarskóla

Sambandið vekur athygli á auglýsingu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu um úttekt á starfsemi tónlistarskóla. Auglýsingin birtist í Morgunblaðinu 15. júlí sl.

Lesa meira

Nýtt byggðamerki Þingeyjarsveitar

Þingeyjarsveit hefur tekið upp nýtt byggðamerki fyrir sveitarfélagið.

Lesa meira

Grænbók um skipulagsmál og hvítbók um húsnæðismál í Samráðsgátt

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að í samráðsgátt liggja nú frammi annars vegar Grænbók um skipulagsmál og hins vegar Hvítbók um húsnæðismál.

Lesa meira

Tillögur um sértækar aðgerðir til að styrkja mönnun heilbrigðisþjónustu og jafna aðgengi

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að gera tillögur um leiðir til að jafna aðgang að ýmis konar sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu hefur skilað niðurstöðum sínum.

Lesa meira

„Reynslunni ríkari“ – málþing um skólamál 30. október 2023

Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, bjóða til málþings um skólamál.

Lesa meira

Auknar kröfur til meðhöndlunar á textíl og matarleifum í farvatninu

Þann 5. júlí birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu um breytingu á rammatilskipun um úrgang (2008/98/EC).

Lesa meira

Stýrihópur skipaður um gagngera endurskoðun byggingarreglugerðar

Innviðaráðherra, hefur skipað stýrihóp um breytingar á byggingarreglugerð til loka árs 2024.

Lesa meira

Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir árið 2023

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir árið 2023 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.

Lesa meira