Fulltrúar sambandsins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu funduðu í morgun með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra um stöðu hælisleitenda sem sviptir hafa verið öllum stuðning eftir synjun um alþjóðlega vernd.
Fundurinn var haldinn að ósk sveitarfélaganna en á honum komu fulltrúar sveitarfélaganna sjónarmiðum sínum á framfæri. Í máli þeirra kom skýr fram að verkefnið sem um ræðir er á hendi ríkisins og er formaður sambandsins vongóður um að verið sé að vinna að lausn málsins hjá ríkinu.
Ágreiningur hefur ríkt á milli ráðuneyta og sveitarfélaga um það hver beri ábyrgð á því að veita fólkinu þjónustu. Sambandið telur skýrt að sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að þjónusta þennan hóp eins og kemur fram í minnisblaði sambandsins um málið.
Fulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á fundinum að þau stæðu við þá niðurstöðu sem fram kemur í minnisblaðinu en báðir aðilar voru sammála um að nú væri brýnast að finna lausn á vanda fólksins. Verkefnið er nú hjá ráðherrunum og vonandi koma fram tillögur að lausn hið fyrsta.