Fréttir og tilkynningar

Loftslags- og orkumál sett á oddinn á fundi hagsmunasamtaka sveitarfélaga í Prag

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Margrét Sanders, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og stjórnarmaður í sambandinu, sóttu fund pólitískrar stefnumótunarnefndar hagsmunasamtaka sveitarfélaga í Evrópu – CEMR í Prag dagana 6.-7. desember. Á fundinum var áhersla á lofslags- og orkumál og kolefnishlutleysi Evrópu árið 2050, en fundurinn fór fram á sama tíma og lofslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP28) var haldin í Dubai.

Lesa meira

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2024-2025

Í nóvember lauk úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2024-2025. Alls bárust Námsleyfasjóði 163 fullgildar umsóknir.

Lesa meira

Heiða Björg ræddi mikilvægi grænna umbreytinga fyrir sveitarfélögin á norrænni ráðstefnu í Hörpu

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tók þátt í ráðstefnunni Green Transition on the Nordic Labor Market: A Tripartite Dialogue sem félags- og vinnumarkaðsráðherra bauð til í Hörpu þann 1. desember.

Lesa meira

Nýtt skipurit tekur gildi

Nýtt skipurit sambandsins tók gildi 1. desember. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að greiningu á skipulagi sambandsins í samráði við stjórn og ýmsa ráðgjafa þar sem horft var til bæði rekstrar og þjónustu sambandsins.

Lesa meira

Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi í leikskólum sveitarfélaga 2022

Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvert heilsdagsígildi leikskólabarna eftir stærð leikskóla árið 2022. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á leikskóla sveitarfélaga.

Lesa meira

Samstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum

Vinnueftirlitið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands eiga í samstarfi um verkefni sem hefur það markmið að meta áhættuþætti í vinnuumhverfi starfsfólks leik- og grunnskóla. Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. desember nk.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og innflytjendaráð auglýsa eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarverkefni og efla rannsóknir á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Lesa meira

Óskað eftir umsóknum um styrki í nýjan vinnuverndarsjóð

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á að Vinnueftirlitið hefur framlengt fresti til að skila inn umsókn um styrki í nýjan vinnuverndarsjóð, en hann er nú til 12. desemb

Lesa meira

Mikilvægt að horft sé til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga bókaði eftirfarandi á fundi sínum í dag vegna umræðna um kjarasamninga og forsendur fjárhagsáætlana:

Lesa meira

Akranes ætlar að verða fyrsta íþróttasveitarfélagið

Fulltrúar Akraneskaupstaðar hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að bærinn verði fyrsta íþróttasveitarfélagið á landinu.

Lesa meira

Óskað eftir þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Verkefnið hefst í desember 2023 og lýkur í júní 2024.

Lesa meira

Ný rafræn námskeið um kynferðisfobeldi gagnvart börnum

Barna- og fjölskyldustofa hefur framleitt ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þessi námskeið eru ætluð öllum þeim sem koma að starfi með börnum upp að 18 ára aldri. 

Lesa meira

Samband stjórnendafélaga samþykkir kjarasamning

Félagsmenn Sambands stjórnendafélaga hafa nú samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. október 2023 til 31. mars 2024. 

Lesa meira

Reynslunni ríkari – vel heppnað málþing um skólamál

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið héldu málþing um skólamál, „Reynslunni ríkari“, þann 30. október 2023.

Lesa meira

Góður upplýsingafundur vegna ástandsins í Grindavík

Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til fundar í dag með fulltrúum sveitar- og bæjarstjórna víðsvegar um landið, ásamt fulltrúum almannavarna og ríkisins vegna ástandsins í Grindavík.

Lesa meira

Skráning á húsnæði fyrir Grindvíkinga

Rauði krossinn hefur sett á vefinn skráningarblað sem ætlað er þeim sem geta lánað húsnæði til þeirra Grindvíkinga sem enn eru ekki komnir í húsaskjól.

Lesa meira

Tjaldað til einnar nætur? Málþing Velferðarvaktarinnar

Velferðarvaktin stóð fyrir fjölmennu málþingi í gær undir yfirskriftinni „Tjaldað til einnar nætur?“ Á málþinginu var fjallað um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði.

Lesa meira

Íslensku menntaverðlaunin 2023 afhent

Íslensku menntaverðlaunin 2023 hafa verið veitt við athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum; fyrir framúrskarandi skóla- eða menntaumbótastarf, kennslu, þróunarverkefni, iðn- og verkmenntun, auk sérstakra hvatningarverðlauna.

Lesa meira