Fréttir og tilkynningar

Þrjú sveitarfélög valin til þátttöku í íbúasamráðsverkefni

Alls bárust umsóknir frá 10 sveitarfélögum vegna íbúasamráðsverkefnis sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur að í samstarfi við Akureyrarbæ. Leitað var að þremur áhugasömum sveitarfélögum um þátttöku og kom því í hlut samráðshóps verkefnisins að velja þau úr hópi umsækjenda.

Lesa meira

Norðlingaskóli hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2019

Norðlingaskóli hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2019 fyrir verkefnið Hjólakraftur fyrir 1.-10. bekk. Verkefnið hófst á vorönn 2016 og hefur að markmiði að fá nemendur skólans og foreldra þeirra til að hreyfa sig meira með því að hjóla. Áhersla er lögð á að ná til þeirra nemenda sem taka minnstan þátt í skólaíþróttum, búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða eru nýir íbúar í Reykjavík með erlendan bakgrunn. Um samstarfsverkefni þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, Hjólakrafts og Norðlingaskóla er að ræða.

Lesa meira

Yfirlýsing vegna vísunar SGS og Eflingar á kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara

Yfirlýsing frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) vegna vísunar Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Eflingar á kjaraviðræðum við SNS til ríkissáttasemjara og fullyrðinga þeirra í tengslum við málið.

Lesa meira

Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní nk. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík.

Lesa meira

Samsköpun – lykillinn að betri þjónustu og auknum lífsgæðum íbúa?

Samsköpun nýtur sem aðferðafræði í nýsköpun og þróun opinberrar þrjónustu vaxandi vinsælda á hinum Norðurlöndunum, ekki hvað síst hjá sveitarfélögum. Vinnustofa með Anne Tortzen, einum fremsta sérfræðingi í samsköpun, verður haldin þann 3. júní í tengslum við Nýsköpunardag hins opinbera.

Lesa meira

Góð rekstrarafkoma og miklar fjárfestingar

Samantekt hag- og upplýsingasviðs úr ársreikningum 10 stærstu sveitarfélaga landsins leiðir í ljós, að afkoma var á síðasta ári góð og fjárfestingar miklar. Fjárfestingar jukust í A-hluta um 36% frá árinu 2017 og rekstrarafgangur svaraði til 4,2% af heildartekjum, sem er jafnframt aðeins betri árangur en árið áður. Veltufé frá rekstri nam 11,2% af heildartekjum árið 2018, samanborið við 10,2% árið áður, 11,7% árið 2016 og 12,7% árið 2015.

Lesa meira

Ítarlegri umsögn sambandsins um fjármálaáætlun 2020-2024 fylgt eftir við fjárlaganefnd

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði ítarlegri umsögn um fjármálaáætlun 2020-2024 til fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Farið er þar yfir þá hnökra sem orðið hafa á samskiptum ríkis og sveitarfélaga í tengslum við þá einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að frysta framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Skerðingin nemur samtals 3-3,5 ma.kr. og bitnar hún harðast á fámennum sveitarfélögum. Gerð er skýlaus krafa um að Alþingi dragi til baka þessi áform ríkisstjórinarinnar.

Lesa meira

Beint streymi af málþingi um skólasókn og skólaforðun

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur áhugavert málþing um skólasókn og skólaforðun mánudaginn 21. maí, kl. 08:30 til 12:00. Fylgjast má með málþinginu í beinu streymi á vef sambandsins. Þá verða upptökur af framsöguerindum einnig aðgengilegar.

Lesa meira

Fjölsótt málþing um skólasókn og skólaforðun

Stýrihópi stjórnarráðsins í málefnum barna hefur verið falið að gera tillögur til úrbóta vegna þess vanda sem grunnskólar glíma við í skólasókn og skólaforðun. Þetta tilkynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra á málþingi í dag, sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna.

Lesa meira

Vorfundur Grunns 2019

Grunnur, félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, hélt sinn árlega vorfund á Siglufirði dagana 6.-8. maí 2019. Á fundinum var meðal annars fjallað um menntun allra barna og var sérstök áhersla á málefni barna af erlendum uppruna. Kynnt var samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga um stöðumat fyrir börn af erlendum uppruna sem eru nýkomin til landsins og eru að hefja skólagöngu. Gert er ráð fyrir að öll sveitarfélög geti nýtt sér verkefnið frá og með haustinu vegna grunnskólans en unnið er að þýðingu sambærilegs efnis fyrir leikskólastigið.

Lesa meira

Samkomulag um Kjaratölfræðinefnd undirritað

Samkomulag um hlutverk og umgjörð Kjaratölfræðinefndar var undirritað á 15. samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í dag.
Kjaratölfræðinefndin er samstarf heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum.

Lesa meira

Uppselt á sýningarsvæði fjármálaráðstefnunnar

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram dagana 3. og 4. október nk. með svipuðu sniði og undanfarin ár. Allir sýningarbásar vegna ráðstefnuna eru upp pantaðir.

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta hafa almennt tekist vel

Framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur almennt tekist vel frá árinu 2015, samkvæmt niðurstöðum úttektar sem ráðgjafarfyrirtækið Evris hefur gert fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í úttektinni var lagt mat á það hvort tekist hefði að ná markmiðum samninga um sóknaráætlanir og jafnframt bent á atriði sem betur mættu fara.

Lesa meira

Ungt fólk hvatt til að taka þátt í þingfundi ungmenna

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á því brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Lesa meira

Fundaröð Landsnets um kerfisáætlun 2019-2028

Landsnet stendur nú í maí fyrir fundaröð hringinn í kringum landið sem nefnist Uppbygging fluningskerfis raforku – hver er staðan í þinni heimabyggð? Fundaröðin er liður í opnu umsagnarferli Landsnets fyrir drög að kerfisáætlun 2019-2028. Umsagnarfrestur er til 24. júní nk.

Lesa meira

Nýsköpunardagur hins opinbera

Nýsköpunardagur hins opinbera fer fram 4. júní nk. í Veröld Hús Vigdísar Finnbogadóttur, kl. 08.00-11.00n undir yfirskriftinni Hvernig er hægt að bæta þjónustu hins opinbera með nýsköpun? Fjölbreytt dagskrá nýksöpunardagsins er að vanda tileinkuð stjórnendum hjá því opinbera.

Lesa meira

Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2019

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2019.

Lesa meira

Samstarfsvettvangur norrænna sveitarfélaga í málefnum flóttamanna og hælisleitenda

Samnorrænn samstarfsvettvangur sveitarfélaga í málefnum flóttamanna og hælisleitanda (Nordisk integrationsnetværk), fundaði nýlega hér á landi. Aðild eiga auk sambandsins KL í Danmörku, SKL í Svíþjóð, KS í Noregi og Kuntaliitto í Finnlandi.

Lesa meira