Fréttir og tilkynningar

Loftslagsáætlanir frá sjónarhorni sveitarfélaga

Annar tengiliðafundur Samráðsvettvangs um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verður haldinn föstudaginn 22. nóvember í Garðabæ milli kl. 9:30 og 12:00. Fundurinn verður á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, í salnum Sveinatungu.

Lesa meira

Kjarasamningar við iðnaðarmenn undirritaðir

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samiðn, MATVÍS og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, undirrituðu nýjan kjarasamning miðvikudaginn 13. nóvember sl.

Lesa meira

Hvatningarverðlaun veitt á degi gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu.

Lesa meira

Hafnasamband Íslands 50 ára

Hafnasamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu í dag, þriðjudaginn 12. nóvember, en hafnasambandið var stofnað þann dag árið 1969 að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og hét þá Hafnasamband sveitarfélaga.

Lesa meira

Skipulagsdagurinn er í dag

Beint streymi er frá Skipulagsdeginum og unnt er að senda inn fyrirspurnir í gegnum www.slido.com #skipulag

Lesa meira

Íslensku menntaverðlaunin veitt að nýju

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Lilja Alfreðsdóttir hafa í samvinnu við aðila menntakerfisins og ráðuneyti sveitarstjórnarmála bundist samtökum um að veita Íslensku menntaverðlaunin.

Lesa meira

Orkufundur 2019

Orkufundur 2019 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 7. nóvember nk. Á fundinum verður aðaláherslan lögð á smávirkjanir, skipulag, umhverfismat, regluverk og kortlagningu.

Lesa meira

Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag

Þrjátíu ár eru liðin frá því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós. Af því tilefni efnir Náum áttum hópurinn til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag. Fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík, þriðjudaginn 5. nóvember nk. og hefst kl. 08:15.

Lesa meira

Lánasjóður sveitarfélaga fær vottun á umgjörð um græn skuldabréf

Lánasjóður sveitarfélaga hefur fengið vottun á umgjörð félagsins („Green Bond Framework”) í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf. Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum í samræmi við umhverfisstefnu Lánasjóðsins.

Lesa meira

Ný landskönnun á geðræktarstarfi í skólum

Embætti landlæknis hefur gefið út nýja skýrslu um niðurstöður landskönnunnar á geðrækt, forvörnum og stuðningi við börn og ungmenni í skólastarfi á Íslandi. Könnunin var lögð fyrir á fyrri hluta þessa árs í öllum framhaldsskólum landsins og um 70% allra leik- og grunnskóla.

Lesa meira

Akureyrarbær vinnur Hæstaréttarmál gegn ASÍ f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Einingar-Iðju

Í dag staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Félagsdóms um frávísun aðal- og varakröfu Akureyrarbæjar á hendur Alþýðusambandi Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Einingar-Iðju.

Lesa meira

Nær uppselt á Skólaþing sveitarfélaga 2019

Skólaþing sveitarfélaga fer fram mánudaginn 4. nóv. nk. á Grand hóteli undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“

Lesa meira

Kjaradeilum við Starfsgreinasambandið og Eflingu-stéttarfélags vísað til Ríkissáttasemjara

Í dag vísaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga kjaradeilum sambandsins og Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar til sáttameðferðar embættis ríkissáttasemjara.

Lesa meira

Morgunfundur um vindorku og landslag 29. október nk.

Skipulagsstofnun og verkefnisstjórn rammaáætlunar standa, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um vindorku og landslag 29. október kl. 8:30-10:30.

Lesa meira

Ársskýrsla loftgæða komin út í fyrsta sinn

Umhverfisstofnum hefur gefið út Ársskýrslu loftgæða. Er þetta í fyrsta samantekt sinnar tegundar á Íslandi. Í skýrslunni, sem er gefin út í samræmi við Áætlun um loftgæði á Íslandi 2018-2029.

Lesa meira

Haustráðstefna FENÚR 2019

Haustráðstefna FENÚR verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 17. október kl. 13:00-17:00. Plast verður í aðalhlutverki á ráðstefnunni en fjallað verður um umhverfis- og úrgansmál í víðara samhengi.

Lesa meira

Skaftárhreppur á Evrópuviku svæða og borga

Stærsti árlegi viðburður sveitarstjórnarmanna í Evrópu, Evrópuvika svæða og borga, fór fram dagana 7.-10. október.

Lesa meira

Samanburður á löggjöf um mat á umhverfisáhrifum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt á vef sínum Samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaþjóða um mat á umhverfisáhrifum – Rannsókn gerð til undirbúnings heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.

Lesa meira