Fréttir og tilkynningar
Loftslagsáætlanir frá sjónarhorni sveitarfélaga
Annar tengiliðafundur Samráðsvettvangs um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verður haldinn föstudaginn 22. nóvember í Garðabæ milli kl. 9:30 og 12:00. Fundurinn verður á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, í salnum Sveinatungu.
Kjarasamningar við iðnaðarmenn undirritaðir
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samiðn, MATVÍS og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, undirrituðu nýjan kjarasamning miðvikudaginn 13. nóvember sl.
Hvatningarverðlaun veitt á degi gegn einelti
Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu.
Hafnasamband Íslands 50 ára
Hafnasamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu í dag, þriðjudaginn 12. nóvember, en hafnasambandið var stofnað þann dag árið 1969 að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og hét þá Hafnasamband sveitarfélaga.
Skipulagsdagurinn er í dag
Beint streymi er frá Skipulagsdeginum og unnt er að senda inn fyrirspurnir í gegnum www.slido.com #skipulag
Íslensku menntaverðlaunin veitt að nýju
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Lilja Alfreðsdóttir hafa í samvinnu við aðila menntakerfisins og ráðuneyti sveitarstjórnarmála bundist samtökum um að veita Íslensku menntaverðlaunin.
Orkufundur 2019
Orkufundur 2019 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 7. nóvember nk. Á fundinum verður aðaláherslan lögð á smávirkjanir, skipulag, umhverfismat, regluverk og kortlagningu.
Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag
Þrjátíu ár eru liðin frá því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós. Af því tilefni efnir Náum áttum hópurinn til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag. Fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík, þriðjudaginn 5. nóvember nk. og hefst kl. 08:15.
Lánasjóður sveitarfélaga fær vottun á umgjörð um græn skuldabréf
Lánasjóður sveitarfélaga hefur fengið vottun á umgjörð félagsins („Green Bond Framework”) í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf. Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum í samræmi við umhverfisstefnu Lánasjóðsins.
Ný landskönnun á geðræktarstarfi í skólum
Embætti landlæknis hefur gefið út nýja skýrslu um niðurstöður landskönnunnar á geðrækt, forvörnum og stuðningi við börn og ungmenni í skólastarfi á Íslandi. Könnunin var lögð fyrir á fyrri hluta þessa árs í öllum framhaldsskólum landsins og um 70% allra leik- og grunnskóla.
Akureyrarbær vinnur Hæstaréttarmál gegn ASÍ f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Einingar-Iðju
Í dag staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Félagsdóms um frávísun aðal- og varakröfu Akureyrarbæjar á hendur Alþýðusambandi Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Einingar-Iðju.
Nær uppselt á Skólaþing sveitarfélaga 2019
Skólaþing sveitarfélaga fer fram mánudaginn 4. nóv. nk. á Grand hóteli undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“
Kjaradeilum við Starfsgreinasambandið og Eflingu-stéttarfélags vísað til Ríkissáttasemjara
Í dag vísaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga kjaradeilum sambandsins og Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar til sáttameðferðar embættis ríkissáttasemjara.
Morgunfundur um vindorku og landslag 29. október nk.
Skipulagsstofnun og verkefnisstjórn rammaáætlunar standa, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um vindorku og landslag 29. október kl. 8:30-10:30.
Ársskýrsla loftgæða komin út í fyrsta sinn
Umhverfisstofnum hefur gefið út Ársskýrslu loftgæða. Er þetta í fyrsta samantekt sinnar tegundar á Íslandi. Í skýrslunni, sem er gefin út í samræmi við Áætlun um loftgæði á Íslandi 2018-2029.
Haustráðstefna FENÚR 2019
Haustráðstefna FENÚR verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 17. október kl. 13:00-17:00. Plast verður í aðalhlutverki á ráðstefnunni en fjallað verður um umhverfis- og úrgansmál í víðara samhengi.
Skaftárhreppur á Evrópuviku svæða og borga
Stærsti árlegi viðburður sveitarstjórnarmanna í Evrópu, Evrópuvika svæða og borga, fór fram dagana 7.-10. október.
Samanburður á löggjöf um mat á umhverfisáhrifum
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt á vef sínum Samanburð á löggjöf nokkurra nágrannaþjóða um mat á umhverfisáhrifum – Rannsókn gerð til undirbúnings heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum.