Skipulagsstofnun og verkefnisstjórn rammaáætlunar standa, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um vindorku og landslag 29. október kl. 8:30-10:30.
Skipulagsstofnun og verkefnisstjórn rammaáætlunar standa, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um vindorku og landslag 29. október kl. 8:30-10:30. Um er að ræða fyrsta fundinn í morgunfundaröð Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu, en stofnunin vinnur nú að tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra að viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem lögð verður áhersla á þrjú viðfangsefni: loftslag, landslag og lýðheilsu.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Skipulagsstofnunar í Borgartúni 7b og verður honum streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar. Húsið opnar kl. 8:00 og dagskráin hefst kl. 8:30. Óskað er eftir skráningum á fundinn hér.
Dagskrá
08:00 |
Húsið opnar - heitt á könnunni |
08:30 |
Vindorka og landsskipulagsstefna |
Vindorka og rammaáætlun
Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar |
|
Viðmið fyrir vindorkunýtingu með tilliti til landslags – fyrirmyndir frá Skotlandi og Noregi |
|
Umhverfisáhrif vindorkuvera
Auður Önnu Magnúsdóttir, Landvernd |
|
Sjónarmið orkufyrirtækja |
|
Landslagsflokkun Íslands |
|
Umræður |