Fréttir og tilkynningar
Frumvarp um Hálendisþjóðgarð og frumvarp um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða komin til umsagnar í Samráðsgátt
Athygli sveitarfélaga er vakin á því að í Samráðsgátt stjórnvalda eru komin tvö ný mál er varða sveitarfélögin sérstaklega. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð og hins vegar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarð
Aðgerðaráætlun í tengslum við stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024
Í júní 2018 samþykkti Alþingi einróma stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Í skýrslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framvindu málsins, sem lögð var fram á 150. löggjafarþingi kemur fram að flestar aðgerðir í aðgerðaráætlun stefnunnar séu komnar vel af stað.
Jafnrétti í breyttum heimi
Jafnréttisþing 2020 – jafnrétti í breyttum heimi. Þingið verður haldið í Hörpu, 20. febrúar 2020.
Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka
Með vísan til 5. gr. 2. mgr. laga nf. 162/2006 með síðari breytingum setti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka á fundi sínum þann 13. desember 2019.
Staða lýðræðis í Evrópu
Sveitarstjórnarvettvangurinn fundaði í tuttugasta sinn í Brussel 12.-13. desember 2019. Á fundinum var m.a. fjallað um stöðu lýðræðis í Evrópu, aðgerðir ESB í tengslum við hatursorðræðu gagnvart kjörnum fulltrúum og þjónustutilskipun ESB
Almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi
„Stjórnvöldum ber skylda til að haga málum þannig að almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi við uppbyggingu og rekstur innviða sem eiga að tryggja öryggi og jafna búsetuskilyrði allra landsmanna.“
Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skilað inn umsögn sína á 391. máli sem nú liggur fyrir Alþingi, um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlög.
Loftslagsáætlanir sveitarfélaga í brennidepli
Fulltrúar sveitarfélaga ræddu loftslagsáætlanir sveitarfélaga á fjölmennum fundi í Garðabæ þann 22. nóvember sl. Þar voru saman komnir tengiliðir sveitarfélaga sem taka þátt í Samstarfsvettvangi um loftslagsmál og heimsmarkmiðin. Fundinum var streymt og var um fjórðungur fundarmanna í fjarfundi.
Félagsdómur dæmir sambandinu í vil gegn Kennarasambandi Íslands
Félagsdómur sýknaði síðdegis í gær Samband íslenskra sveitarfélaga af kröfu Kennarasambands Íslands um að grunnskólakennarar ættu tilkall til 8% persónuálags ofan á grunnlaun sín vegna M.Ed. prófs, óháð því hvort þeir hefðu lokið þeirri viðbótarmenntun eða ekki.
Skýrsla um stofnun hálendisþjóðgarðs
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands hefur skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, skýrslu um þjóðgarð á miðhálendinu. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis.
Breytingar á samþykktum vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í B-deild á vef Stjórnartíðinda, dags. 29. nóvember sl., tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 sem breytt var með lögum nr. 96/2019 (tóku gildi 1. september 2019 vegna innleiðingar á XX. viðauka tilskipunar 2014/52/ESB).
Niðurstöður PISA 2018 liggja fyrir
Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum.
Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2020-2021
Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2020-2021 er lokið.
Kjarasamningar við iðnaðarmenn samþykktir
Í dag lauk rafrænni atkvæðagreiðslu hjá stéttarfélögunum Samiðn, Matvís og VM, félagi vélstjóra og málmtæknimanna vegna kjarasamnings sem undirritaður var þann 13. nóvember sl.
Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði.
Stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna – vinnustofur um allt land
Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Verkefnið er sameiginlegt verkefni Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar og Stjórnstöðvar ferðamála.
Skipulag landbúnaðarlands – samfélag, landslag og loftslag
Skipulagsstofnun stendur, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir morgunfundi um skipulag landbúnaðarlands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 8.30-10.00.
Árbók sveitarfélaga 2019
35. árgangur af Árbók sveitarfélaga er komin út. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmiskonar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga.