Fréttir og tilkynningar
Beiðnir um undanþágur frá takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og meðferð þeirra
Líkt og fram kemur í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, getur heilbrigðisráðherra veitt undanþágu ef ekki er talin hætta á að slíkt fari gegn markmiðum opinberra sóttvarnaráðstafana.
Höldum heilbrigðum börnum í skóla
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Í þeim eru settar fram skýrar og framkvæmanlegar leiðbeiningar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum.
Sameiginleg yfirlýsing vegna áhrifa COVID-19 á skólastarf
Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Gripið hefur verið til aðgerða sem eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímum sem meðal annars snúa að skólastarfi í landinu. Í framhaldi af fundi sóttvarnarlæknis, fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélags, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands, laugardaginn 14. mars, kemur eftirfarandi yfirlýsing:
Tilkynning varðandi starfsemi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku.
Landsþingi sambandsins frestað
Í ljósi aðstæðna hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekið þá ákvörðun að fresta landsþingi sambandsins sem halda átti 26. mars nk.
Árlegu vorþingi Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins aflýst
Í síðustu viku barst tilkynning frá Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins um að tekin hafi verið ákvörðun um að aflýsa árlegu vorþingi þess sem átti að fara fram í Strasbourg, Frakklandi, 17.-19. mars vegna COVID-19. Í þessari viku tilkynntu svo Evrópusamtök sveitarfélagasambanda, CEMR, að Allsherjarþingi þess, sem til stóð að halda í Innsbruck, Austurríki, 6.-8. maí nk., hafi verið aflýst vegna sömu óværu.
Skrifstofum sambandsins og lánasjóðsins lokað tímabundið
Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónaveirunni hefur skrifstofum Sambands íslenskra sveitarfélaga verið lokað tímabundið.
Kennsla heldur áfram
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tekið saman svör við nokkrum algengum spurningum sem tengist skólastarfi á neyðarstigi almannavarna. Ráðuneytið minnir á að þrátt fyrir að yfirlýst neyðarstig almannavarna hafi bein og óbein áhrif á skólastarf í landinu þá er skólastarf í fullum gangi víðast hvar.
Kjarasamningar við BSRB undirritaðir og verkföllum aflýst
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB undirrituðu rétt eftir miðnætti nýjan kjarasamning.
Úthlutanir til ferðamannastaða – hæsti styrkur til Bolungarvíkur
Alls bárust 134 umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðammastaða fyrir um 2,3 milljarða króna. Úthlutað var 502 milljónum króna til 33 verkefna um land allt. Hæsta styrkinn hlaut Bolungarvíkurkaupstaður vegna útsýnispalls á Bolafjalli 160 milljónir.
Opið fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna. Íslensku menntaverðlaunin er viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni.
Landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri lýsa yfir áhyggjum vegna verkfalla
Landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri hafa sent frá sér sameiginlegt minnisblað þar sem lýst er áhyggjum þeirra vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla á vinnumarkaði.
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna frestar boðuðu verkfalli
Boðuðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur verið frestað á meðan hættustig almannavarna vegna kóronaveiru (COVID-19) er í gildi.
Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls Eflingar
Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Ótímabundið verkfall þessara félagsmanna hefst kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 9. mars 2020.
Leiðbeiningar vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarveru starfsmanna
Fjármálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnenda vegna COVID-2019 kórónaveirunnar og fjarvista starfsmanna. Þar er farið yfir nokkur mikilvæg atriði varðandi kórónaveirunnar og leiðbeiningar um viðbrögð ef starfsfólk fer í sóttkví eða smitast.
Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB
Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB.
Opið fyrir umsóknir vegna samstarfsverkefnis sambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga óska eftir þátttöku sveitarfélaga í samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum.