Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Mikilvægt er að sveitarfélögin vinni að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir og aðstæðna á hverjum stað. Sambandið hvetur öll sveitarfélög sem reka leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili til að hafa starfsdag mánudaginn 16. mars til þess að stjórnendur í samvinnu við starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili. Einnig er afar mikilvægt að halda foreldrum leik- og grunnskólabarna vel upplýstum.
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa nú þegar tekið þessa ákvörðun, sjá meðfylgjandi fréttatilkynningu.