Fréttir og tilkynningar
Byggðastofnun opnar rafrænt gagnatorg
Gagnatorg hefur verið opnað á vef Byggðastofnunar. Á Gagnatorginu eru lýðfræðilegar upplýsingar um íbúaþróun fyrir allt landið, eftir landshlutum, sveitarfélögum, kyni, aldri, ríkisfangi og fjölskyldugerð. Auk þess eru upplýsingar um íbúaveltu, framfærsluhlutfall og lýðfræðilega veikleika.
Sveitarfélög misjafnlega í stakk búin til að takst á við Covid-19
Í skýrslu starfshóps sem falið var að meta áhrif Covid-19 á fjárhagsstöðu sveitarfélaga kemur m.a. fram að verulegur samdráttur muni verða í tekjum flestra sveitarfélaga miðað við áætlanir og að neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu þeirra nemi alls rúmlega 33 milljörðum króna.
Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2021-2022
Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2021–2022.
Þörf á samstilltum aðgerðum til að koma í veg fyrir dauða búðanna eftir Covid
Verslanir í fámennum byggðarlögum hafa lengi átt erfitt uppdráttar en eftir Covid-lokanir glíma verslanir í stærri bæjum við sama rekstrarvanda, einkum vegna þess að fólk hefur snúið sér æ meir að því að versla á netinu.
Evrópsk sveitarfélög styðja lýðræði í Hvíta Rússlandi
Evrópusamtök sveitarfélaga (CEMR) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau fordæma aðgerðir stjórnvalda gegn mótmælendum í Hvíta Rússlandi í kjölfar forsetakosninga 9. ágúst 2020.
Fulltrúar í ungmennaráðum skulu vera yngri en 18 ára
Samkvæmt 11. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007, skulu sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð, en markmiðið er að gefa ungmennum kost á því að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi.
Tillögur starfshóps um átak í húsnæðismálum
Starfshópur sem skipaður var í febrúar sl. af umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál.
Auglýsing um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar
Auglýsing um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar tekur til leikskóla, grunnskóla, framhaldssskóla, framhaldsfræðslu og háskóla hvort sem um er að ræða opinbera eða einkarekna skóla. Þá nær hún einnig til frístundaheimila, félagsmiðstöðva og víðar.
Stöndum vörð um skólastarf
Þann 19. ágúst sl. undirrituðu fulltrúar lykilaðila í starfsemi leik- og grunnskóla sameiginlega yfirlýsingu um leiðarljós skólanna á komandi skólaári. Í yfirlýsingunni er áréttað mikilvægi þess að skólastarf fari fram með eins hefðbundnum hætti og frekast er unnt og réttur allra nemenda til náms sé tryggður.
Ný gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar birtir nú gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin voru unnin í náinni samvinnu við helstu hagsmunaaðila í málaflokknum.
COVID-19 – Leiðbeiningar fyrir göngur og réttir
Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landsamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fjölbreytt verkefni sveitarfélaga
Verkefni sveitarfélaga eru mörg og fjölbreytt og getur verið krefjandi að halda utan um öll þau verkefni. Einnig geta verkefnin verið lögskyld eða lögheimild ásamt því sem sveitarstjórnarlögin gefa sveitarstjórnum mikið svigrúm til að meta hvort æskilegt sé að taka að sér verkefni sem ekki er kveðið á um í lögum.
Tímabundin endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu manna
Alþingi samþykkti fyrr í vetur í aðgerðapakka 1 og 2 tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu sem innt er af hendi á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020.
Heimild til að víkja tímabundið frá ákveðnum ákvæðnum sveitarstjórnarlaga framlengd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið að framlengja heimild sveitarstjórna til að víkja tímabundið frá tilteknum skilyrðum ákvæða í sveitarstjórnarlögum til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og að auðvelda ákvörðunartöku þeirra við þær aðstæður sem eru upp í þjóðfélaginu.
Bætt þjónusta við íbúa eftir sameiningar sveitarfélaga í Eistlandi
Í Eistlandi hefur íbúaþróun verið svipuð og víðast hvar annars staðar, þannig að landsbyggðarsveitarfélög hafa misst mikið af íbúum til borganna með tilheyrandi þjónustuáskorunum fyrir þau.
Opið fyrir tilnefningar til ,,Grænu borgar Evrópu“
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um að verða Græna borg Evrópu og til að hljóta viðurkenningu Græna laufsins.
Sveitarstjórnir fá svigrúm til að bregðast við aðstæðum í samfélaginu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið verið að framlengja um fjóra mánuði heimild sveitarstjórna að víkja tímabundið frá tilteknum skilyrðum ákvæða í sveitarstjórnarlögum til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og að auðvelda ákvörðunartöku þeirra við þær aðstæður sem eru uppi í þjóðfélaginu.
Nándarreglur í skólastarfi
Í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins, frá 12. ágúst sl., kemur fram að fullorðnir í starfi leik- og grunnskóla skuli halda minnst eins metra fjarlægð sín í milli í skólastarfi. Er það frávik frá tveggja metra reglunni sem er almennt í gildi í samfélaginu.