Fréttir og tilkynningar

Foreldraverðlaunin fóru á Djúpavog

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla, sem veitt voru 17. september sl., fóru að þessu sinni til Foreldrafélags Djúpavogsskóla en jafnframt voru í veitt hvatningarverðlaun og Dugnaðarforkur Heimilis og skóla útnefndur við athöfn í Safnahúsinu.

Lesa meira

Ný sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi

Laugardaginn 19. september sl. gengu íbúar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi til kosninga til sveitarstjórnar. Kosningarnar áttu að fara fram 19. apríl en var frestað vegna Covid-19 veirufaraldursins.

Lesa meira

Smitrakning í skólasamfélaginu

Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir stjórnendur í skólasamfélaginu um ferli í 10 skrefum sem fylgja skal þegar upp kemur smit í leik-, grunn- og tónlistarskólum, frístundastarfi og hjá dagforeldrum.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október.

Lesa meira

Evrópusambandið setur stefnuna á kolefnishlutlausa Evrópu árið 2050

Í loftslagsstefnu Evrópusambandsins er kveðið á um að Evrópa verði kolefnishlutlaus árið 2050. Til þess að ná því markmiði kynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að fyrsta skrefið í þá átt sé að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda í álfunni um 55% árið 2030.

Lesa meira

Tillaga starfshóps að frumvarpi til kosningalaga

Á síðsumarsfundi forsætisnefndar Alþingis 14. september sl. var til umfjöllunar frumvarp starfshóps um endurskoðun kosningalaga en starfshópurinn skilaði tillögum sínum í frumvarpsformi í síðustu viku.

Lesa meira

Kynningarfundur kjaratölfræðinefndar

Fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar, samráðs- og samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag, var kynnt í húsnæði ríkissáttasemjara í vikunni.

Lesa meira

Kynning á skýrslu kjaratölfræðinefndar

Miðvikudaginn 16. september 2020, kl. 11.00, kemur út fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar, nýs samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag.

Lesa meira

Samnorrænt verkefni um kolefnishlutleysi smærri sveitarfélaga að fara af stað

Markmið verkefnisins er að aðstoða smærri sveitarfélögum að hrinda áætlunum í framkvæmd, auk þess að auðvelda innleiðingu nýrra lausna fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

,,Úr viðjum plastsins“

Aðgerðaáætlun í plastmálefnum hefur verið gefin út undir heitinu ,,Úr viðjum plastsins“.

Lesa meira

Byggðaráðstefnunni „Menntun án staðsetningar“ frestað

Byggðaráðstefnunni „Menntun án staðsetningar? Framtíð menntunar í byggðum landsins“ er frestað til ársbyrjunar 2021

Lesa meira

Tveggja kinda reglan verður einnar kindar regla

Gefnar hafa verið út nýjar leiðbeiningar vegna gangna og rétta í COVID-19 ástandi. Er breytingin gerð í kjölfar þess að nándarmörk manna á millum voru stytt úr 2 metrum í 1 meter.

Lesa meira

Kófið og menntakerfið: Áskoranir og tækifæri

Boðað er til rafræns málþings um nám og kennslu á tímum samkomubanns vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Lesa meira

Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu

Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu fer fram á netinu 5.-20. október 2020

Lesa meira

Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020

Komið er út ritið Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020. Í ritinu er að finna starfsáætlun Framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2020.

Lesa meira

Ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-neytisins 2019 komin út

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út ársrit sitt fyrir árið 2019 með umfjöllun um starfsemi þess og helstu verkefni á árinu. Í ársritinu er sérstaklega fjallað um framtíðarsýn, leiðarljós og stefnumótun ráðuneytisins.

Lesa meira

Söfnun upplýsinga um tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í skólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur, að beiðni Alþingis, sent sveitarfélögum bréf þar sem óskað er upplýsinga um tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í leikskólum og grunnskólum sl. 10 ár.

Lesa meira

Niðurstöður ársreiknininga sveitarfélaga 2019 liggja fyrir

Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 70 af 72 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2019. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.

Lesa meira