Fréttir og tilkynningar

Aðilar menntakerfisins treysta samstarf sitt með nýrri Menntamiðju

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Menntamálastofnun og Kennarasamband Íslands hafa undirritað samstarfssamning um Menntamiðju, samráðsvettvangs um skóla- og frístundastarf og starfsþróun fagstétta í menntakerfinu. Samningurinn nær til þriggja ára og kveður á um aðkomu að rekstri Menntamiðju.

Lesa meira

Átak til eflingar félagsstarfs fullorðinna

Félags- og barnamálaráðherra, hefur sett af stað átaksverkefni til að efla félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélögin, ásamt aðgerðum til heilsueflingar eldri borgara í samvinnu við Landssamband eldri borgara og ÍSÍ.

Lesa meira

Byggjum grænni framtíð

Á næstu tveimur vikum verða haldnar fimm opnar vinnustofur á Teams á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Til umræðu verða aðgerðir sem eiga að efla vistvæna mannvirkjagerð til ársins 2030.

Lesa meira

Ísland ljóstengt 2021: Tólf sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt frétt á vef sínum þar sem fram kemur að tólf sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk í fjarskiptasjóð vegna lokaúthlutunar í landsátakinu Ísland ljóstengt.

Lesa meira

Opinn fundur um leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á opnum fundi um leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands, með tilliti til ræktunar, sem fram fer á Teams miðvikudaginn 3. mars kl. 15:00.

Lesa meira

Gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur aðgengileg á vef sambandsins

Að undanförnu hefur Hagstofa Íslands birt gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur eftir sveitarfélögum og mánuðum á heimasíðu sinni í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Sveitarfélögum ætlað stórt hlutverk í hringrásarhagkerfinu

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði í síðustu viku umsögn um drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs til ársins 2032. Stefnan, sem ber heitið Í átt að hringrásarhagkerfi, tekur við af Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013–2024 og er það í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á lögum um meðhöndlun úrgangs árið 2014.

Lesa meira

Ályktun um aðgerðir til að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum í sveitarstjórnarstjórnum

Vegna Covid féllu niður í fyrsta sinn í sögu Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins bæði vor- og haustþing 2020. Stjórnskipunarnefnd þingsins, sem er skipuð formönnum sendinefnda, hefur í staðinn komið saman nokkrum sinnum til að afgreiða mál þingsins.

Lesa meira

Þrjú störf án staðsetningar

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga.

Lesa meira

Stærstu regnhlífarsamtök sveitarfélaga í Evrópu, CEMR, 70 ára

CEMR var stofnað í kjölfar tveggja heimstyrjalda þar sem þjóðir Evrópu börðust innbyrðis. Þegar CEMR varð til 1951 hafði fasisminn verið brotinn á bak aftur á Ítalíu og í Þýskalandi en einræði, bæði til hægri og vinstri, réð ennþá ríkjum í suður, austur og mið Evrópu.

Lesa meira

Brennur þú fyrir forvörnum?

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa sem mun vinna að því að styðja við framkvæmd aðgerðaáætlunar 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Lesa meira

Mælaborð Byggðastofnunar

Opnað hefur verið vefsvæði á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir mælaborð með ýmsum byggðatengdum upplýsingum. Í lok sumars kom út gagnatorg um íbúa sveitarfélaga og landshluta og fyrir jól bættist við kortamælaborð um húsnæði fyrir störf án staðsetningar.

Lesa meira

Frumvarp um brottfall laga til að einfalda regluverk lagt fram á Alþingi

Þann 18. febrúar mælti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir frumvarpi um brottfall 25 laga á málefnasviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Lögin, sem lagt er til að felld verði brott, hafa öll lokið hlutverki sínu en eru að formi til enn í gildi. Elstu lögin eru frá árinu 1917. Með niðurfellingu lagnna er verið að einfalda regluverk og fella niður úrelt lög, eða lög sem hafa lokið hlutverki sínu.

Lesa meira

Afstaða Evrópuþingsins gagnvart hringrásarhagkerfinu

Framkvæmdastjórn ESB vinnur samkvæmt aðgerðaáætlun um innleiðingu hringrásarhagkerfisins sem gefin var út í mars 2020. Hún leysir af hólmi áætlun sem ríki ESB hafa starfað eftir frá 2015.

Lesa meira

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2021-2024

Í fréttabréfi Hag- og upplýsingasviðs er gerð ítarleg grein fyrir fjárhagsáætlunum A-hluta sveitarfélaga fyrir árin 2021-2024. Þar kemur fram að fjárhagsáætlanir fyrir árið 2021 litast mjög af kórónuveiru kreppunni. Kemur það annars vegar fram í lægri tekjum og verri afkomu í ár en hins vegar í auknum fjárfestingum sem ætlað er að mynda viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarsbúskapnum.

Lesa meira

Svæðanefnd ESB skilgreinir lista- og menningargeirann sem grunnþjónustu

Svæðanefnd ESB hvetur ríki Evrópu til að styðja betur við lista- og menningargeirann í álfunni, en ljóst er að sóttvarnaraðgerðir hafa mikil áhrif á afkomu bæði fyrirtækja og einstaklinga sem byggja lífsviðurværi sitt á list og menningu.

Lesa meira

Sambandið auglýsir spennandi störf í þágu stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga

BÚIÐ ER AÐ RÁÐA Í STARFIÐ!
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur framsýnum og metnaðarfullum verkefnastjórum til að starfa í nýju stafrænu teymi sveitarfélaganna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Ályktun Sveitarstjórnarvettvangs EES EFTA um tillögur ESB varðandi lágmarkslaun í Evrópu

Á fundi Sveitarstjórnarvettvangs EES EFTA sem fram fór nýverið var samþykkt ályktun um tillögur framkvæmdastjórnar ESB varðandi lágmarkslaun í Evrópu.

Lesa meira