Fréttir og tilkynningar
Í leit að samstarfsaðilum erlendis?
Utanríkisráðuneytið kynnir til sögunnar nýjan gagnagrunn fyrir möguleg samstarfsverkefni í tengslum við Uppbyggingarsjóð EES. Markmiðið er að skapa tækifæri og vettvang fyrir íslenska aðila sem hafa áhuga á samstarfsverkefnum í Evrópu.
Vegvísir.is – Nýr gagnvirkur upplýsingavefur
Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Vegvísir markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og 60 mælikvörðum.
Norræn sveitarfélög gegna lykilhlutverki í innleiðingu Heimsmarkmiðanna
Nordregio hefur gefið út skýrslu þar sem farið er yfir innleiðingu norrænna sveitarfélaga á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur meðal annars fram að sveitarfélög gegna lykilhlutverki eigi markmiðin að ná fram að ganga.
Ungt fólk á vinnumarkaði og öryggismál
Vinnueftirlitið hefur sent frá sér leiðbeiningar þar sem bent er á ýmis öryggismál er varða sumarvinnu ungs fólks. Sveitarfélög starfrækja vinnuskóla og hafa mörg ungmenni á launaskrá yfir sumartímann. Mikilvægt er að þau fái jákvæða upplifun af því að stíga sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn.
Frestur til að skila inn umsóknum til íslensku menntaverðlaunanna að renna út
Minnt er á að frestur til að senda inn tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna er 1. júní nk.
Grænt og snjallt skipulag norrænna borga og bæja
Nordregio stendur fyrir vefráðstefnu þann 4. júní um grænt og snjallt skipulag norrænna borga og bæja. Meðal þess sem fjallað verður um er með hvaða hætti megi tryggja þátttöku íbúa þegar kemur að skipulagi borga og bæja á Norðurlöndunum.
Breytingar á samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélaga
Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var sl. föstudag voru samþykktar með (96% greiddra atkvæða) tillögur starfshóps um breytingar á samþykktum sambandsins.Tillögurnar eru aðgengilegar í vinnuskjali sem liggur frammi á vefsíðu sambandsins.
Umsögn um aðgerðaáætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn í samráðsgátt um aðgerðaáætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2025. Í umsögninni er gerð athugasemd við að enginn fulltrúi sveitarfélaga eða slökkviliða var í starfshópi um mótun tillagna um þetta mikilvæga málefni.
Barátta forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur borið árangur
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti XXXVI. landsþing sambandsins í morgun. Í upphafi ræðu sinnar hrósaði hún sveitarstjórnarmönnum, stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélaga fyrir fagleg og traustvekjandi störf á þessum sérkennilegum og fordæmalausum tímum.
Evrópusáttmáli um Jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum – 15 árum síðar
Í ár fagna Evrópusamtök sveitarfélaga 15 ára afmæli Evrópusáttmála um Jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum. Af því tilefni verður þessum merka áfanga fagnað en á sama tíma fer af stað vinna við að endurskoða og uppfæra sáttmálann.
Breytingar á jarðalögum
Alþingi samþykkti þann 17. maí sl. breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 sem hafa töluverð áhrif á starfsemi sveitarfélaga. Lögin öðlast gildi 1. júlí næstkomandi.
Tillaga um breytt fyrirkomulag formannskjörs
Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer 21. maí n.k. mun Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður sambandsins, mæla fyrir tillögu um breytingar á samþykktum sambandsins.
Drög að endurskoðaðri stefnu í byggðamálum birt í samráðsgátt
Hvítbók um byggðamál, drög að stefnumótandi byggðaáætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Leyfisbréf kennara verða aðgengileg í gegnum Ísland.is
Markmið vefsins Ísland.is er að bæta stafræna þjónustu við almenning og gera hana skýrari og hraðvirkari. Nú er unnið að því að einstaklingar geti nálgast upplýsingar um starfsleyfi sín í gegnum vefinn og þar ríða kennarar á vaðið.
Kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA
Samtök orkusveitarfélaga (SO) sendu í dag erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki.
Ársreikningar 2020 – Staðan erfið en skárri en óttast var
Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman helstu þætti úr ársreikningum A-hluta tíu fjölmennustu sveitarfélaganna fyrir árið 2020. Í þessum sveitarfélögum búa fjórir af hverjum fimm landsmönnum.
Verkfærakista fyrir sveitarfélög um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Verkfærakista um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna var gefin út í dag, en henni er ætlað að vera þeim til leiðbeiningar um hvernig þau geta lagt sitt af mörkum til að vinna að heimsmarkmiðunum.
Vel sóttur fundur um sameiningar sveitarfélaga
Upptökur frá stafrænu málþingi um sameiningar sveitarfélaga, sem fram fór í morgun, eru nú aðgengilegar á vef sambandsins.