Fréttir og tilkynningar
Rafrænt Skólaþing sveitarfélaga 2022
Tekin hefur verið ákvörðun um að flytja skólaþingið alfarið yfir á netið og verður dagskránni skipt upp á nokkra mánudaga, sem gerir það m.a. að verkum að þátttakendur geta tekið þátt í öllum málstofum en þurfa ekki að velja á milli þeirra.
Dagur leikskólans og Orðsporið 2022
Þann 6. febrúar sl. var dagur leikskólans. Af því tilefni var Orðsporið 2022 veitt. Orðsporið eru hvatningarverðlaun sem eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr í því að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskóla og leikskólabarna.
Nýr kjarasamningur við Félag íslenskra hljómlistarmanna
Samninganefndir Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu þann 3. febrúar sl. nýjan kjarasamning milli aðila.
Sveitarfélög geta ekki haldið áfram á sömu braut
Full ástæða er til að vekja athygli á viðtali í Innherja á visir.is í dag við Harald Líndal Haraldsson, fyrrv. Bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar og ráðgjafa með áratuga reynslu. Haraldur dregur upp skýra en óneitanlega dökka mynd af fjármálum sveitarfélaga og þróun þeirra.
Námskeið um loftslagsmál: Verkefni, tækifæri og skyldur sveitarfélaga, ríkisstofnana og fyrirtækja í opinberri eigu
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands efnir til námskeiðs um loftslagsmál: Verkefni, tækifæri og skyldur sveitarfélaga, ríkisstofnana og fyrirtækja í opinberri eigu þriðjudaginn 8. febrúar nk.
Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir
Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2022-2023. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2022.
Aukið vægi útstrikana og breytinga á röð frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum
Tilefni þykir til að vekja athygli sveitarstjórnamanna og kjörstjórna á grein í Kjarnanum eftir Þorkel Helgason þar sem fjallað er um áhrif nýrra kosningalaga á talningu í sveitarstjórnarkosningum.
Mikill meirihluti tónlistarkennara samþykktu nýjan kjarasamning
Tæplega 73% aðildarfélaga í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum samþykktu nýjan kjarasamning sem skrifað var undir þann 11. janúar sl.
Umræðufundur um stofnun húsnæðis-sjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð
Miðvikudaginn 26. janúar kl. 13-14 standa Samband íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir streymisfundi þar sem farið verður yfir forsendur samstarfs sveitarfélaga um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses.).
Yfirlýsing vegna kröfu FG um greiðslur vegna COVID-19
Kjaraviði Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur borist fyrirspurnir frá sveitarfélögum og skólastjórnendum í kjölfar þess að Félag grunnskólakennara hefur sent félagsmönnum upplýsingar um að þeir eigi rétt á greiðslum vegna COVID-19.
Heimsmarkmiðin sem stjórntæki fyrir sveitarfélög
Norræna byggðastofnunin Nordregio, skipulagði í fyrra veffundaröð um innleiðingu heimsmarkmiðanna í norrænum sveitarfélögum og heldur nú áfram á þeirri braut með þremur veffundum.
Nýr kjarasamningur við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Samninganefndir Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í dag með rafrænum hætti nýjan kjarasamning milli aðila.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin í sendiráðum vegna sameiningar sveitarfélaga
Á vef utanríkisráðuneytisins er vakin athygli á atkvæðagreiðslum um tillögur um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, sveitarfélaganna Eyja – og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, og sveitarfélaganna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. febrúar næstkomandi.
Verkefnastjóri í stafrænni umbreytingu – tæknistrúktúr, innviðir og gagnahögun
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að framsýnum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings hjá stafrænu umbreytingarteymi sem vinnur með sveitarfélögunum.
Úrskurðarnefnd hafnar kröfu um niðurfellingu förgunargjalds
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um að fella úr gildi ákvörðun Dalabyggðar um álagningu förgunargjalds vegna dýrahræja.
Ábendingar til sveitarfélaga vegna Covid-19
Nú þegar nýtt ár er gengið í garð og glíman við Covid-19 er enn þá í algleymingi teljum við hjá sambandinu rétt að vekja athygli ykkar á eftirfarandi upplýsingum sem vonandi gagnast á komandi vikum og mánuðum.
Fjarvinna og sanngjörn umskipti
Fjarvinna og sanngjörn var yfirheiti árlegrar ráðstefnu norrænu byggðastofnunarinnar, Nordregio, sem fór fram á vefnum 23.-24. nóvember sl.
Orka og matvælaframleiðsla
Orkufundur 2021, sem var frestað sl. vor, verður haldinn 14. janúar nk.