Fréttir og tilkynningar

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Degi íslenskrar tungu verður fagnað í tuttugasta og sjöunda sinn miðvikudaginn 16. nóvember nk.

Lesa meira

Forvarnaraðgerðir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti meðal barna og ungmenna komnar vel af stað

Um 65% aðgerða sem tilteknar eru í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni er annað hvort lokið eða þær komnar vel á veg.

Lesa meira

Fræðsla um hinsegin málefni

Innviðaráðuneytið býður kjörnum fulltrúm í sveitarstjórnum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni.

Lesa meira

Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum 2021

Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvern grunnskólanemanda eftir stærð skóla árið 2021. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á almenna grunnskóla sveitarfélaga. Sérskólar eru því ekki meðtaldir.

Lesa meira

Evrópska nýtnivikan 19.-27. nóvember

Dagana 19.-27. nóvember næstkomandi stendur evrópsk Nýtnivika yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Lesa meira

Óskað eftir sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Afhending Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Afhending Íslensku menntaverðlaunanna fór fram á Bessastöðum og var sjónvarpað frá athöfninni á RÚV fimmtudaginn 3. nóvember sl.

Lesa meira

Borgað þegar hent er – hraðall

Ísafjarðarbær og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa undirritað viljayfirlýsingu ásamt Húsnæðis og mannvirkjastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að taka þátt í tilraunaverkefninu ,,Borgað þegar hent er – hraðall“.

Lesa meira

Grímsnes- og Grafningshreppur sveitarfélag ársins 2022

Grímsnes- og Grafningshreppur hlaut í dag útnefninguna „Sveitarfélag ársins 2022.“

Lesa meira

Breytingar á lögum um lífeyrisréttindi

Sambandið vekur athygli á frétt á vef Lífeyrissjóðsins Brúar um breytingar á lögum um lífeyrisréttindi sem taka munu gildi 1. janúar 2023.

Lesa meira

Umhverfis- og loftslagsmál í kastljósi nýs fréttabréfs Rannís

Rannís kynnir nýtt fréttabréf með áherslu á umhverfis- og loftslagsmál.

Lesa meira

Nýjar leiðbeiningar til aðstoðar við val á fráveitulausnum

Nú eru aðgengilegar á vefsíðu Umhverfisstofnunar nýjar leiðbeiningar um minni hreinsivirki sem hafa tekið við af gömlu leiðbeiningunum um rotþrær og siturlagnir.

Lesa meira

Ársfundur náttúruverndarnefnda

Þann 10. nóvember næstkomandi verður ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga haldinn að Gjánni í Grindavík, Austurvegi 1-3.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir um styrk til sveitarfélaga vegna barna á flótta

Mennta- og barnamálaráðuneytið leggur fé til stuðnings sveitarfélaga þar sem börn á flótta eru búsett. Styrkurinn nær til allra barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum frá 1. janúar 2021.

Lesa meira

Viðmiðunargjaldskrá leikskóla 2022

Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2022/2023.

Lesa meira

Gott samstarf mikilvægt

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti ávarp á haustþingi SSNV í morgun, þingið fer fram í Árgarði í Skagafirði.

Lesa meira

Vilt þú verða hluti af öflugri liðsheild sem vinnur að velferð í samfélaginu? 

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að lausnamiðuðum og framsæknum einstaklingi í liðið. Við látum staðsetningu ekki stoppa okkur í stafrænum heimi!

Lesa meira

Skýrsla landskjörstjórnar um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga

Landskjörstjórn afhenti dómsmálaráðuneytinu skýrslu sína um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna sem fóru fram 14. maí 2022.

Lesa meira