Degi íslenskrar tungu verður fagnað í tuttugasta og sjöunda sinn miðvikudaginn 16. nóvember nk.
![](https://old.samband.is/wp-content/uploads/2022/11/dagur-islenskrar-tungu-1024x379.jpg)
Dagurinn hefur fest sig í sessi sem sérstakur hátíðisdagur og gefur kjörið tækifæri til þess að fagna því sem vel er gert og minna á mikilvægi íslenskrar tungu. Í ár munu fleiri viðburðir tengdir deginum teygja sig yfir vikuna alla og hvetur sambandið til virkrar þátttöku sveitarfélaga í þeim.
Menningar- og viðskiptaráðuneyti og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa saman að undirbúningi hátíðardagskrár sem verður með hefðbundnu sniði, þar sem verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og viðurkenning verða veitt. Hátíðardagskráin fer fram í Vestmannaeyjum að þessu sinni.
Minnt er á að dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því mælst til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins.
Í tilefni dagsins vill Samband íslenskra sveitarfélaga benda á nokkra vefi:
- Íðorðabankann - https://idordabanki.arnastofnun.is
- Skramba - https://skrambi.arnastofnun.is
- Rannsóknarverkefnið íslenskt unglingamál 2018-2020 - https://islensktunglingamal.com
- Jónas Hallgrímsson - https://jonashallgrimsson.is
- Ljóð.is - https://ljod.is