Fréttir og tilkynningar
Óþolandi að við séum ennþá að tala um þetta en þeim mun mikilvægara að við séum að gera það
Í morgun stóð Jafnlaunastofa fyrir morgunverðarfundi um samstarf sveitarfélaga í þágu launajafnréttis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, var fundarstjóri á fundinum og sagði í upphafi að það væri raun „óþolandi að við séum ennþá að tala um þetta en þeim mun mikilvægara að við séum að gera það.”
Bókun Samtaka orkusveitarfélaga um orkumál
Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumannvirki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu, til þess að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög.
Vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi
Stjórnir Hafnasambands Íslands og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga funduðu í vikunni og fjölluðu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi.
Við verðum að vinna að því að sveitarfélög verði án aðgreiningar
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, ávarpaði samráðsþing í Hörpu í gær um landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Selásskóli sigraði Sexuna
Sjöundi bekkur Selásskóla sigraði stuttmyndasamkeppnina Sexuna sem haldin var í fyrsta sinn í ár.
Orðsending til sveitarfélaga vegna verkfalls Eflingar
Eins og kunnugt er hófst í dag vinnustöðvun Eflingar stéttarfélags, sem m.a. veldur því að bílstjórar sem vinna að dreifingu eldsneytis leggja niður vinnu.
Morgunfundur um samstarf sveitarfélaga í þágu launajafnréttis
Verkefnastofa starfsmats og Jafnlaunastofu efnir til morgunfundar á Hótel Reykjavík Natura 20. febrúar kl. 09:00-11:00.
Starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt starf sem byggir m.a. á miklum samskiptum við sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga, fulltrúa ríkisvalds og Alþingi, hagsmunasamtök, stéttarfélög og aðra þá sem tengjast starfsemi sambandsins og sveitarfélaga.
Verkefnastjóri snjallra og grænna verkefna
Sambandið óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan verkefnastjóra í fullt starf til tveggja ára.
Staðgreiðslutekjur sveitarfélaga hækkuðu um tæp 12 prósent milli ára
Útsvar sem innheimt var í staðgreiðslu á síðasta ári hækkaði um 11,7% milli ára.
Fyrsti fundur nýrrar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Ný ráðgjafarnefnd kom saman til fyrsta fundar í gær. Hlutverk ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að gera tillögur til ráðherra um úthlutanir einstakra framlaga úr sjóðnum annarra en bundinna framlaga.
Auglýst eftir umsóknum úr Barnamenningarsjóði
Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.
Samráðsþing: Landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Samráðsþing fer fram í Hörpu þann 16. febrúar nk. um landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks.
Hlutdeild Úrvinnslusjóðs í kostnaði sveitarfélaga
Opinn fjarfundur um Hlutdeild Úrvinnslusjóðs í kostnaði sveitarfélaga fer fram miðvikudaginn 15. febrúar kl. 10:00-11:30.
Skýrsla til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um verkefni á sviði umhverfismála
Samband íslenskra sveitarfélaga skilar skýrslu til umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins til að upplýsa um þau verkefni sem unnin voru á árinu 2022 í samstarfi við ráðuneytið og í þeim málefnum sem við koma ráðuneytinu.
Innviðir og loftslagsbreytingar
Föstudaginn 3. febrúar sl. stóðu Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit fyrir fræðsluviðburði og pallborðsumræðu á Grand hótel Reykjavík.
Breytingar á húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóðsins
Samband íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóður sveitarfélaga fóru í umfangsmiklar breytinginar á húsnæði sínu í Borgartúni 30 fyrir kosningar sl. vor. Farið var í verkefnamiðað vinnurými þar sem enginn á fast sæti.
Þróunarsjóður námsgagna hefur opnað fyrir umsóknir
Þróunarsjóður námsgagna hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir gerð og útgáfu námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.