Fréttir og tilkynningar
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifa undir kjarasamning
Þann 17. maí s.l. skrifaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undirritun var rafræn.
Kjarasamningar við BHM samþykktir
Átta aðildarfélög BHM hafa samþykkt kjarasamninga sem skrifað var undir mánudaginn 15. maí sl.
Skrifað undir kjarasamning við Eflingu stéttarfélag
Þann 17. maí sl. skrifaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning við Eflingu stéttarfélag.
Skrifað undir kjarasamning við KVH
Þann 16. maí s.l. skrifaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamninga við Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2023
Alls bárust umsóknir um styrki til 196 verkefna frá 76 umsækjendum upp á tæplega 166 milljónir króna.
Stafræn umbreyting til umfjöllunar á fundi Sveitarstjórnarvettvangs EES-EFTA
Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA kom saman í Saignelégier í Sviss dagana 11.-12. maí 2023. Að þessu sinni var stafræn umbreyting og innviðauppbygging í tengslum við hana helsta umfjöllunarefni vettvangsins.
Kjarasamningur við BHM undirritaður
Þann 15. maí s.l. skrifaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamninga við átta aðildarfélög BHM.
Sprotasjóður styrkir tuttugu og fimm verkefni
Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 56,8 m.kr. til 25 skólaþróunarverkefna fyrir skólaárið 2023–2024.
Aðkoma viðbragðsaðila í frístundabyggð
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur gefið út leiðbeiningar um brunavarnir í frístundabyggðum. Leiðbeiningarnar eru gefnar út í samræmi við 23. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir.
Málþing í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík
Í Ráðhúsi Reykjavíkur stendur nú yfir málþing á vegum Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities). Málþingið er haldið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga og er opið öllum.
Samband íslenskra sveitafélaga leggur til að BRSB fari með málið fyrir dómstóla
BRSB hefur farið mikinn í fjölmiðlum og í auglýsingaherferð með ásakanir í garð sveitarfélaganna að þau mismuni starfsfólki sínu á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. Jafnframt krefjast þau leiðréttingar á launalið útrunnins kjarasamnings sem þegar er að fullu efndur af hálfu sveitarfélaganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur alfarið hafnað fullyrðingum BSRB um að sveitarfélög séu að brjóta jafnréttislög. Sambandið hvetur því forystu BSRB að fara með málið fyrir dóm og óska eftir flýtimeðferð þess.
Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórna í að viðhalda lýðræði, mannréttindum og réttarríki – málþing
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities) stendur fyrir viðburði tengdum leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. og 17. maí.
Úrvinnslusjóður óskar eftir upplýsingum
Úrvinnslusjóður hefur óskað eftir upplýsingum til að geta hafið greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar skv. lögum um úrvinnslugjald.
Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB
Fyrstu verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB eru boðaðar í maí og júní nk. og ná til eftirfarandi sveitarfélaga: Kópavogsbær, Garðabær, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Hafnafjarðarbær, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Vestmannaeyjabær og Reykjanesbær.
Kjarasamningar samþykktir
Félagsmenn í F’elagi iðn- og tæknigreina og í Byggiðn, Félagi byggingarmanna hafa samþykk kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Upplýsingar um greiðslur Úrvinnslusjóðs til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar
Úrvinnslusjóður hefur sent sveitarfélögum upplýsingar um að greiðslur til þeirra vegna sérstakrar söfnunar hafa tafist. Sjóðnum hefur ekki reynst unnt að gera upp við sveitarfélög vegna sérstakrar söfnunar fyrir tímabilið janúar til mars í apríl eins og áætlað hafði verið.
Orkufundur 2023, þar sem orkan verður til
Orkufundur 2023 verður haldinn þann 10. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Meðal framsögumanna verður Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Kristín Linda Árnadóttir, stjórnarformaður Samorku.
Sveitarstjórnarviðburður í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík
Kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórum sveitarfélaga er sérstaklega boðið að taka þátt í sveitarstjórnarviðburði í tengslum við leiðtogafund Evróðuráðsins í Reykjavík.