Fréttir og tilkynningar
Ársreikningar A-hluta sveitarfélaga 2022
Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 61 af 64 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2022. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.
Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu
Þann 7. júní sl. skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.
Upplýsingabréf fyrir íþrótta- og tómstundastarf
Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við fleiri aðila hefur gefið út upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er að minna á ábyrgðina sem við berum öll saman þegar kemur að því að koma í veg fyrir ofbeldi.
Breytingar á kosningalögum
Undir lok vorþings 2023 voru gerðar breytingar á kosningalögum sem miðuðu að því að sníða af þá vankanta sem komið höfðu í ljós í sveitarstjórnarkosningum vorið 2022. Samhliða því voru gerðar breytingar á öðrum lögum sem haft geta áhrif á sveitarfélög.
Hvalreki
Frá árinu 2021 hefur verið unnið að uppfærslu á verklagsreglum um Hvalreka á vegum Umhverfisstofnunar, en samráð var haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri hagaðila við gerð þeirra.
Aukið samstarf og markvissari viðbrögð vegna stöðu mála í Evrópu
Á fundi hagsmunasamtaka sveitarfélaga í Evrópu sem haldinn var í Tiblisi í Georgíu á dögunum var meðal umræðuefna að krísur eru um þessar mundir ekki undantekning heldur viðvarandi ástand.
Kynningarfundur um stórfellda uppbyggingu íbúða fyrir tekju- og eignaminni
HMS boðar til fundar á þriðjudaginn n.k., 20. júní, kl. 12, þar sem kynnt verða uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Á fundinum verður tilkynnt um úthlutun stofnframlaga frá ríki og sveitarfélögum.
Ársfundur Brákar hses.
Brák íbúðafélag hses heldur ársfund 20. júní kl. 14 í húsakynnum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar í Reykjavík.
Auglýst eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda
Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 1. september 2023. Þetta er í þriðja skipti sem fráveitustyrkir eru auglýstir til umsóknar.
Uppsveitir Árnessýslu samþykkja atvinnumálastefnu 2023-2027
Uppsveitir Árnessýslu, en það er svæðið frá Þingvöllum að Þjórsá, spanna fjögur sveitarfélög: Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Skorað á BSRB að láta af ólögmætum áróðursauglýsingum
Undanfarnar vikur hefur BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.
Auglýst sveitarfélögum sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu þjónustu við eldra fólk
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýsa eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.
Forysta BSRB axli ábyrgð á ákvörðunum sínum
Samband íslenskra sveitarfélaga vísar alfarið á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem vinnur sömu störf.
Framkvæmdastjóri sambandsins ræddi við mótmælendur
Foreldrar leikskólabarna boðuðu til mótmæla við húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun vegna verkfalla félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum.
Félag íslenskra náttúrufræðinga skrifa undir kjarasamning
Þann 6. júní sl. skrifaði samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning við Félag íslenskra náttúrufræðinga.
Efling samþykkir kjarasamning
Félagsmenn í Eflingu hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Netnámskeið um einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi
Námskeiðið er í fjórum útgáfum með eftirfarandi markhópa í huga: 1) leikskóla, 2) yngri bekki grunnskóla ásamt frístundaheimilum, 3) eldri bekki grunnskóla ásamt félagsmiðstöðvum og 4) framhaldsskóla.