Brák íbúðafélag hses heldur ársfund 20. júní kl. 14 í húsakynnum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar í Reykjavík.
Brák íbúðafélag er óhagnaðardrifin húsnæðissjálfseignarstofnun og er stofnað af 31 sveitarfélag. Markmiðið með félaginu er að reisa og reka leiguíbúðarhúsnæði um landið í samræmi við lög um almennar leiguíbúðir og með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga. Meðal verkefn á ársfundinum er inntaka nýrra stofnaðila eða sveitarfélaga. Frestur gefst til að óska eftir aðild fram að ársfundinum n.k. þriðjudag. Ársfundurinn er opinn öllum og verður einnig sendur út á Teams til þeirra sem þess óska.
Fundarboð
Stjórn Brákar íbúðafélags hses. boðar til ársfundar sem haldinn verður þriðjudaginn 20. júní 2023 kl. 14 Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HMS í Borgartúni 21, 105 Reykjavík og í fjarfundi á Teams.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar.
- Framlagning ársreiknings til samþykktar.
- Áætlun um kaup eða byggingu íbúða til næstu þriggja ára.
- Breytingar á samþykktum.
- Tilkynning um skipan stjórnar.
- Kosning endurskoðenda.
- Inntaka nýrra stofnaðila.
- Önnur mál.
Í samræmi við 11. gr. samþykkta Brákar íbúðafélags hses. eru stofnaðilar og fulltrúaráð sérstaklega boðaðir til fundarins en skal hann opinn öllum. Stofnaðilar hafa einir atkvæðisrétt á fundinum en stjórnarmenn, stofnaðilar og fulltrúar í fulltrúaráði eru einir bærir til að leggja til breytingar á samþykktum. Tillögur til breytinga á samþykktum og/eða aðrar tillögur til ársfundar skulu berast formanni stjórnar ekki síðar en 10 dögum fyrir fundardag.
Endurskoðaður ársreikningur skal liggja frammi til kynningar minnst viku fyrir árfund.