Málþingið ,,Út um borg og bý: Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag?" á vegum SSNE fer fram í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri föstudaginn 9. febrúar og hefst kl. 11:00. Reynslumikið fólk flytur erindi undir þemunum þremur Húsaþyrping eða samfélag?, Samstarfs sveitarfélaga og Borgarstefna. Áætlað er að málþinginu verði slitið kl. 16:00. Málþinginu verður jafnframt streymt.
Nauðsynlegt er að skrá sig á þetta áhugaverða málþing, hvort sem gestir hyggjast njóta í sal eða fyrir framan skjá. Opið er fyrir skráningu út miðvikudaginn 7. febrúar. Málþingið er gestum að kostnaðarlausu, sem og hádegisverður þeirra gesta sem geta sótt þingið í Hofi.
Smelltu hér og skráðu þig til leiks.