Skipulags- og umhverfismatsdagurinn 2020 – vettvangur umræðu um skipulagsmál.
Vefráðstefna, 13. nóvember kl. 09:00–16:30
Tveir árvissir viðburðir á vegum Skipulagsstofnunar, Skipulagsdagurinn og Umhverfismatsdagurinn, verða að þessu sinni sameinaðir í einn vegna COVID-19 faraldursins. Viðburðurinn er líkt og fyrri ár haldinn í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Að þessu sinni verður viðburðurinn aðeins haldinn með rafrænum hætti og verður honum streymt á vefnum. Ekki er þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Rými fyrir mannlíf og samtal. Er þar annars vegar vísað til hins eiginlega umhverfis, bæði hins byggða og náttúrulega, sem mótar umgjörð um okkar daglega líf. Hins vegar er vísað til rýmisins sem við höfum búið okkur til í tíma og rúmi fyrir samtal um mótun byggðar og umhverfis. Síðarnefnda rýmið er í auknum mæli að finna í rafheimum og má segja að það sé táknrænt fyrir umfjöllunarefnið í ár að ráðstefnan verður alfarið haldin á vefnum vegna COVID-19 faraldursins. Ennfremur er rafheimurinn í vaxandi mæli rými fyrir ýmsar athafnir daglegs lífs, eins og vinnu og verslun.
Dagskrá:
9.00 | Setning ráðstefnu |
Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar Hvað er að ske? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar | |
9.40 | TUTTUGU MÍNÚTNA BÆRINN |
Local planning for global goals – a Nordic approach Guro Voss Gabrielsen, Kommunal- og moderniseringsdepartementet, Noregi Street design: past, present, future Robert Huxford, Urban Design Group, Bretlandi Í næsta nágrenni – 20 mínútna bærinn í landsskipulagsstefnu Hrafnhildur Bragadóttir, Skipulagsstofnun Meiri borg – betri borgarblær Ólöf Örvarsdóttir, Reykjavíkurborg Hvolsvöllur – 20 mínútna bærinn Óskar Örn Gunnarsson, Landmótun Gönguvænn Grundarfjörður – greining, skipulag, framkvæmd Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Alta Hagur af norrænu samstarfi fyrir litla og meðalstóra bæi Helena Guttormsdóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands | |
12.00 | Hádegishlé |
13.00 | Borg-í-skýBergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari |
13.30 | BETRA SKIPULAG OG UMHVERFISMAT MEÐ STAFRÆNNI ÞRÓUN OG SAMRÁÐI |
Framtíðin í gögnum og aðgengi Ólafur Árnason, Skipulagsstofnun Aukin yfirsýn – öflugri miðlun Guðmundur Kristján Jónsson, Planitor Í sátt og samráði Orri Steinarsson, jvantspijker & partners, Hollandi Borgarlínan – samtal um hið óorðna Hrafnkell Proppé, Verkefnastofa Borgarlínu Mikilvægi samráðs Elín Sigríður Óladóttir, Landsneti | |
Kaffihlé | |
Taktu þátt! Stafrænt samráð á kortum Ester Anna Ármannsdóttir, Skipulagsstofnun Stafrænt samráð og snarteikningar við sameiningu sveitarfélaga Róbert Ragnarsson, RR ráðgjöf | |
15.50 | Verkefnin framundan |
Sýn Sambands íslenskra sveitarfélaga Guðjón Bragason, Sambandi íslenskra sveitarfélaga | |
16.30 | Ráðstefnuslit |