Pælt í PISA - Rýnt í svör skólastjórnenda er heiti fimmta fundar af sjö þar sem markmiðið er að kafa dýpra í niðurstöður PISA-rannsóknarinnar 2022. Fundurinn fer fram 12. mars kl. 15-16:30 í Stakkahlíð. Hægt er að fylgjast með fundinum á Zoom.
Á þessum fimmta fundi verður rýnt í svör skólastjórnenda í tengslum við niðurstöður PISA 2022.
Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, Berglind Gísladóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands rýna í niðurstöður. Umræður verða í kjölfarið.
Alls verða haldnir sjö fundir á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Mennta- og barnamálaráðuneytis, nýrrar stofnunar sem kemur í stað Menntamálastofnunar, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.
Verið öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Fundunum verður streymt. Aðgangur ókeypis.