Takið dagana frá!
Árlegur landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verður haldinn í Hofi á Akureyri dagana 15. og 16. september nk. í samstarfi Akureyrarbæjar, Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Eftir hádegi þann 16. september býður svo Jafnréttisstofa til 20 ára afmælisráðstefnu á sama stað.
Dagskrár beggja viðburða og nánari upplýsingar verða sendar út í ágúst.
Athugið að dagsetningin er með fyrirvara vegna COVID-19