Náum áttum hópurinn efnir til fyrsta morgunfundar vetrarins miðvikudaginn 15. september. Umfjöllunarefni fundarins er Forvarnir gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, jafnvægi og virðing.
1. | Svona verndum við börnin gegn kynferðisofbeldi Sigríður Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum — Save the Children á Íslandi |
2. | Ferli mála í Barnahúsi Kolbrún Karlsdóttir, sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi hjá Barnahúsi |
3. | Góð kynfræðsla er forvörn gegn kynferðisofbeldi Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur |
Fundarstjóri verður Linda Hrönn Þórisdóttir.
Takið daginn frá.