Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit standa að fræðsluviðburði og pallborðsumræðu um áhrif loftslagsbreytinga á sveitarfélög, fyrirtæki og innviði. Viðburðurinn fer fram á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 3. febrúar og stendur frá kl. 08:30-10:00. Húsið opnar kl. 08:00 með kaffi og léttum veitingum.
Fundurinn var einnig í streymi á vef - má sjá upptöku hér fyrir neðan.
Aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands |
Sjávarflóð og varnir sveitarfélaga Fannar Gíslason, forstöðumaður Hafnadeildar Vegagerðarinnar |
Loftslagsbreytingar og vátryggingar Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands |
Aukinn viðnámsþróttur íslensks samfélags - Hvernig undirbúum við innviði, mannvirki og samfélagið? María Stefánsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Mannvit |
Pallborð Hrönn Hrafnsdóttir, deildarstjóri loftslagsmála hjá Reykjavíkurborg Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóri Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga |
Fundarstjóri: Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit