Námsleyfasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla

Námsleyfasjóður starfar á grundvelli bráðabirgðaákvæðis II við lög um grunnskóla nr. 91/2008. Hlutverk Námsleyfasjóðs er að greiða laun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) sem hlotið hafa námsleyfi, allt að einu ári.

Stjórn Námsleyfasjóðs er skipuð tveimur aðilum frá Kennarasambandi Íslands og þremur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Frá KÍ eru: Hreiðar Oddsson og Kristjana Hrafnsdóttir og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Lúðvík Hjalti Jónsson, Valgerður Janusdóttir og Anna Ingadóttir. Formaður stjórnar er Lúðvík Hjalti Jónsson. 

Stjórn Námsleyfasjóðs fer einnig með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla.

Starfsmenn sjóðsins eru Anna Ingadóttir og Ragnheiður Snorradóttir.

Umsækjandi sem æskir námsleyfis skal að lágmarki fullnægja eftirfarandi skilyrðum, sbr. reglur um Námsleyfasjóð

  1. Hafa, þegar sótt er um námsleyfi, gegnt starfi í 10 ár samtals við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í grunnskóla á Íslandi, í eigi minna en hálfu starfi, og verið samfellt í starfi sl. fjögur ár, enda hafi verið greitt fyrir umsækjanda í sjóðinn sbr. gr. 1. Fæðingarorlof sem dreift hefur verið á allt að 12 mánuði telst sem samfellt starf í reglum sjóðsins.
  2. Vera fastráðinn starfsmaður sveitarfélags eða aðila sem stofnað er til með samstarfi sveitarfélaga og taka laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans.
  3. Ljúka á námstímanum 60 ECTS háskólanámi, eða jafngildu háskólanámi, miðað við 1/1 námsleyfi, og skal námið miða að því að nýtast viðkomandi í því starfi sem hann er ráðinn til að sinna.

Með umsókn skal fylgja staðfesting sveitarfélags/skólastjóra, eða eftir atvikum rekstraraðila skóla, um að skilyrðum a og b liðar hér að ofan sé uppfyllt á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má hér að neðan.

Umsækjandi sem hlýtur námsleyfi skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum:

  1. Skila til stjórnar sjóðsins skriflegri staðfestingu, fyrir 1. mars, á að hann þiggi námsleyfið.
  2. Skila til stjórnar sjóðsins staðfestingu á skólavist, fyrir 1. júlí.
  3. Senda stjórn sjóðsins, innan fjögurra mánaða að námsleyfi loknu, staðfest vottorð skóla um nám í námsleyfinu.

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2025–2026.

Umsóknarfrestur hefur verið lengdur til og með 14. október 2024 kl. 15:00.

Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi, sjá hér að neðan. Umsóknir sendar á öðru formi verða ekki teknar gildar. Ekki er tekið við viðbótargögnum (öðrum en umbeðinni staðfestingu vinnuveitanda) og því verða allar upplýsingar að koma fram í umsókninni.

Með umsókn þarf að berast staðfesting sveitarfélags/skólastjóra, eða eftir atvikum rekstraraðila skóla, á fastráðningu umsækjanda og störfum sl. 4 ár, sbr. stafliðir a og b í 4. gr. reglna um Námsleyfasjóð, á þar til gerðu eyðublaði, sjá hér að neðan (einnig hægt að senda rafrænt á netfangið anna.ingadottir@samband.is, til að umsókn teljist fullgild þarf staðfestingin að berast eigi síðar en 10. október 2024). Æskilegt er að staðfesting vinnuveitanda berist sem PDF skjal.

 

Umsóknir vistast ekki sjálfkrafa og því er mikilvægt að vista umsókn á milli þess sem unnið er í henni, engin ábyrgð er tekin á þeim upplýsingum sem kunna að glatast við það. Fylgiskjöl vistast ekki fyrr en umsókn er send. Best er að fylla eyðublaðið út í einni lotu og senda inn. Vakin er athygli á að vistuð umsókn er ekki innsend.

Þegar umsókn hefur verið skráð í skjalakerfi Sambands íslenskra sveitarfélaga er hægt að prenta hana út af vefgátt Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjá hér að neðan, undir flipanum Málin mín.

Stefnt er að því að svarbréf berist umsækjendum rafrænt á www.island.is eigi síðar en um miðjan desember 2024.

Við mat á umsóknum er haft til hliðsjónar hversu vel hún er rökstudd, hversu skýr markmið hennar eru, hvernig námið nýtist umsækjanda í núverandi starfi og stofnuninni sem hann vinnur hjá eða skólakerfinu í heild.

Til að sækja um þarf að hafa rafræn skilríki eða Íslykil frá https://www.island.is/islykill/.

Áður en umsókn er send inn skulu umsækjendur kynna sér:

 

Smelltu hér til að fylla út rafrænt umsóknareyðublað vegna námsleyfis skólaárið 2025-2026.

Vefgátt Sambands íslenskra sveitarfélaga

Nánari upplýsingar veita:

Kolbrún Erna Magnúsdóttir veitir aðstoð við tæknileg atriði í síma 515 4900 eða í tölvupósti á kolbrun.erna.magnusdottir@samband.is.

Nánari upplýsingar veitir Anna Ingadóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á anna.ingadottir@samband.is

.