Í fyrravor var gerð umfangsmikil könnun á heimsmarkmiða- og sjálfbærnivinnu íslenskra sveitarfélaga sem sveitarfélög með 99,7% íbúa landsins, svöruðu.
Á veffundi, sem haldinn verður 9. apríl nk., er tækifæri til að fræðast um niðurstöður og fá samanburð við stöðuna í norrænum nágrannaríkjum.
Sambandið hvetur sveitarfélög til að taka þátt í veffundinum sem stendur frá kl. 11:00-12:30 að íslenskum tíma þar sem niðurstöður könnunarinnar verða kynntar sem og væntanleg skýrsla til Sameinuðu þjóðanna um innleiðingu heimsmarkmiðanna í norrænum sveitarfélögum. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar.