Nú hefur verið greint frá því hver eru tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2023.
![](https://old.samband.is/wp-content/uploads/2021/03/menntav-logo.jpg)
Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum.
Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennara, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- og verkmenntun sem er nýr flokkur í ár. Þá verða að auki veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.