Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt starf sem byggir m.a. á miklum samskiptum við sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga, fulltrúa ríkisvalds og Alþingi, hagsmunasamtök, stéttarfélög og aðra þá sem tengjast starfsemi sambandsins og sveitarfélaga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á rekstri og starfsemi sambandsins
- Ráðgjöf við stjórn sambandsins
- Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana stjórnar
- Ábyrgð á framkvæmd fjárhagsáætlana, starfsáætlana og stefnumörkunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla og þekking á sveitarstjórnarmálum
- Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla
- Þekking og reynsla af opinberum fjármálum og stjórnsýslu
- Mjög góð samskiptahæfni og gott orðspor í samskiptum
- Reynsla og hæfni til að miðla upplýsingum
- Metnaður og færni í teymisvinnu
- Framsýni, lausnamiðuð hugsun og útsjónarsemi
- Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Nánari upplýsingar veitir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í síma 899-9163 eða í gegnum netfangið ingunn@attentus.is.
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2023.
Umsóknum skal skilað inn í gegnum umsóknarvefinn Alfreð á www.alfred.is.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni til að gegna starfinu.
Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi og samheldinn hóp starfsfólks. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga eru á vefsíðunni old.samband.is. Hér er einnig að finna mannauðsstefnu sambandsins.