Nú liggur fyrir uppgjör á staðgreiðslu útsvars vegna ársins 2019. Um er að ræða bráðabirgðauppgjör en endanlegt uppgjör mun liggja fyrir í maílok þegar álagningarskránni verður lokað.
Nú liggur fyrir uppgjör á staðgreiðslu útsvars vegna ársins 2019. Um er að ræða bráðabirgðauppgjör en endanlegt uppgjör mun liggja fyrir í maílok þegar álagningarskránni verður lokað.
Staðgreiðsla útsvars nam á síðasta ári 205 milljörðum króna samanborið við 194 milljarða 2018 og hækkun milli ára því um 5,6 %.
Mest var hækkun útsvars í staðgreiðslu milli 2018 og 2019 á Suðurlandi eða um 7,4 %. Þar á eftir kemur Norðurland vestra með um 7,3% hækkun.
Staðgreiðslan hækkaði hlutfallslega minnst á Austurlandi eða um 5,0%. Hjá öðrum landshlutum var hækkunin á bilinu 5,1 % upp í rúmlega 6,7 %.
Staðgreiðsla útsvars m.kr. | |||
2019 | 2018 | Breyting | |
Landið allt | 204.694 | 193.918 | 5,6% |
Höfuðborgarsvæðið | 134.836 | 127.971 | 5,4% |
Suðurnes | 14.409 | 13.656 | 5,5% |
Vesturland | 9.023 | 8.569 | 5,3% |
Vestfirðir | 3.918 | 3.671 | 6,7% |
Norðurland vestra | 3.757 | 3.501 | 7,3% |
Norðurland eystra | 16.624 | 15.816 | 5,1% |
Austurland | 6.122 | 5.830 | 5,0% |
Suðurland | 16.005 | 14.902 | 7,4% |
Á hlekknum hér að neðan má nálgast skjal með nánari upplýsingum um staðgreiðslu einstakra sveitarfélaga.