Samninganefnd sveitarfélaga og ellefu aðildarfélög innan BSRB undirrituðu kjarasamning á þriðja tímanum í nótt. Hann gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Í samningnum er samið um sömu launahækkanir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði innihalda.
Samningurinn nær til ellefu aðildarfélaga en þau eru:
- Kjölur - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu,
- Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi,
- FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu,
- Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu,
- Starfsmannafélag Garðabæjar,
- Starfsmannafélag Húsavíkur,
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar,
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar,
- Starfsmannafélag Kópavogs,
- Starfsmannafélag Suðurnesja og
- Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar
Kjarasamningurinn verður kynntur sveitarfélögum á næstu dögum.