Samnorrænn samstarfsvettvangur sveitarfélaga í málefnum flóttamanna og hælisleitanda (Nordisk integrationsnetværk), fundaði nýlega hér á landi. Aðild eiga auk sambandsins KL í Danmörku, SKL í Svíþjóð, KS í Noregi og Kuntaliitto í Finnlandi.
Samnorrænn samstarfsvettvangur sveitarfélaga í málefnum flóttamanna og hælisleitanda (Nordisk integrationsnetværk), fundaði nýlega hér á landi. Aðild eiga auk sambandsins KL í Danmörku, SKL í Svíþjóð, KS í Noregi og Kuntaliitto í Finnlandi.
Á meðal þess sem fjallað var um var samráð á milli ríkis og sveitarfélaga í málefnum flóttamanna og hælisleitenda, rekstur móttökumiðstöðva, aðlögunarmál s.s. að vinnumarkaði, menntamál og nýsköpun hjá því opinbera á þessu sviði, svo að dæmi séu nefnd
Þá var fulltrúum samstarfsvettvangsins boðið í kynnisferð til Reykjanesbæjar, þar sem Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri fjölmenningarmála, tók á móti hópnum. Þar tók svo við dagskrá með kynningum, fyrirlestrum og heimsóknum til stofnana Reykjanesbæjar.
Samnorræni samstarfsvettvangurinn í málefnum flóttamanna og hælisleitenda kemur saman til fundar á reglubundnum grunni og skiptast aðildarlöndin á gestgjafahlutverkinu.
Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri, er tengiliður vettvangsins hér á landi.