Byggðastofnun hefur fengið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt.
Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og 476 m³ á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2024 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá fasteignamatinu sem HMS reiknar og gildir frá 31. desember 2023. Útreikningar voru gerðir fyrir 103 matssvæði í 49 sveitarfélögum.
Nú er komin út skýrsla um fasteignagjöld viðmiðunareignar árið 2024. Samhliða skýrslunni hefur mælaborð verið uppfært með nýjustu gögnum.