Ný rýniskýrsla um stöðu norrænna sveitarfélaga gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna er komin út.
Markmið skýrslunnar er að varpa ljósi á hvernig norræn sveitarfélög hafa heimfært heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, ásamt því að deila þekkingu og verkfærum með sveitarfélögum og staðbundnum stjórnvöldum um allan heim. Skýrslan byggir á könnunum og viðtölum við norræn sveitarfélög, og náðist sá einstaki árangur að öll sveitarfélög landsins, nema þrjú svöruðu könnuninni. Í þeim búa 99,77% íbúa landsins. Svörin gefa því góða mynd af viðhorfi sveitarfélaga gagnvart heimsmarkmiðunum og stöðu sjálfbærnivinnu þeirra. Í skýrslunni er fjallað er um styrkleika og veikleika varðandi stuðning ríkisins við sveitarfélög, sem og hlutverk sveitarfélaga í að byggja upp hæfni og efla samstarf sín á milli þegar kemur að heimsmarkmiðunum. Skýrslan inniheldur einnig kafla um aðferðir til að auka markvissa þátttöku borgara í verkefnum tengdum heimsmarkmiðunum.
Þátttaka sveitarfélaga skiptir máli
Að minnsta kosti 105 af 169 heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eru háð virkri þátttöku sveitarfélaga. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun geta þjónað sem verkfæri til að beina athygli að áskorunum á sviði sjálfbærni, fylgjast með framvindu verkefna og með því að efla samstarf á milli borgara, fyrirtækja og stjórnvalda. Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir sterkri staðbundinni stjórnsýslu og því miklir möguleikar hjá norrænum sveitarfélögum til að vera í fararbroddi við að staðfæra sjálfbærnimarkmiðin.
Rýniskýsla um stöðu norrænna sveitarfélaga gagnvart heimsmarkmiðunum.