Fréttir og tilkynningar
Áskoranir í persónuvernd – er þitt sveitarfélag tilbúið?
Ný reglugerð um persónuvernd tekur gildi í dag innan Evrópusambandsins um vernd einstaklinga gagnvart vinnslu og frjálsri miðlun persónuupplýsinga. Áhersla er lögð á að reglugerðin verði leidd í lög hér á landi eins fljótt og unnt er og var frumvarp að nýjum persónuverndarlögum kynnt nýlega. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett fram gátlista, sem nýkjörnar sveitarstjórnir eru hvattar til að kynna sér vegna málsins, strax að loknum kosningum.
Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) undirrituðu nú síðdegis nýjan kjarasamning.
Kínversku vináttusamtökin leita eftir auknum vináttutengslum
Kínversku vináttusamtökin sóttu nýlega heim Samband íslenskra sveitarfélaga. Samtökin hafa það hlutverk, að efla vináttutengsl við önnur lönd, s.s. með vinbæjatengslum. Á fundinum kom fram að samtökin hafa með stuðningi kínverskra stjórnvalda, átt góðu gengi að fagna og eiga þau nú um 500 vináttufélög og 2500 vináttutengsl um heim allan.
Sveitarfélögin og ESA
Á ári hverju afgreiðir ESA – Eftirlitsstofnun EFTA frá sér fjölda mála sem snertir beint eða óbeint sveitarfélögin og rekstur þeirra. Hefur sem dæmi reynt á talsvert af slíkum málum hjá sveitarfélögum í Noregi.
Sögulegar og stórfróðlegar hagtölur
Hagstofa Íslands hefur í tilefni af 100 ára fullveldisafmælinu veitt aðgang að sögulegu talnaefni í samfelldum tímaröðum. Kosningaþátttaka frá árinu 1938 og frambjóðendur og kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnarkosningum frá árinu 1950 er á meðal þess efnis sem tengist sveitarstjórnarstiginu.
Ársskýrsla 2017
Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2017 er komin út. Auk greinargóðs yfirlit yfir rekstur og helstu verkefni starfsársins, bæði innan lands og utan, geymir skýrslan yfirlit yfir starfsfólk, stjórnendur og skipan starfsnefnda hjá sambandinu.
Meistarastyrkir 2018
Meistarastyrkjum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2018 var úthlutað í dag. Hnossið hrepptu þrír nemar sem ljúka senn meistaraverkefnum við Háskólann á Bifröst, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Ný persónuverndarlöggjöf með heimild til ofursekta
Innleiðing á nýjum lögum um persónuvernd kallar á nýtt verklag hjá sveitarfélögum, með umtalsverðum kostnaðarauka og áhrifum á stjórnsýslu þeirra. Þá veita lögin Persónuvernd heimild til álagningar ofursekta, sem eiga sér engin fordæmi hér á landi gagnvart opinberum aðilum, að því er segir í minnisblaði sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Viðbótarframlög vegna þjónustu við fatlað fólk
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2018 vegna þjónustu við fatlað fólk, alls 200 m.kr.
Úrbóta krafist vegna framkvæmdar á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga telur óásættanlegt að skortur á þjónustu af hálfu sýslumanna verði til þess að draga úr kjörsókn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Gerir stjórnin þá kröfu til dómsmálaráðuneytisins og sýslumannsembætta að þau tryggi að skipulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu henti íbúum í hverjum landshluta, án þess að þeir þurfi að ferðast um langan veg.
Foreldraverðlaun heimila og skóla
Verkefnið Láttu þér líða vel, hlaut í gær foreldraverðlaun 2018 hjá landssamtökum foreldra, Heimili og skóli. Því var ýtt úr vör fyrir tveimur árum í Vogaskóla að frumkvæði Guðrúnar Gísladóttur, kennara við skólann. Var þetta í 23. sinn sem verðlaunaafhending samtakanna fer fram.
Málþing um samráð ríkis og sveitarfélaga haldið í Brussel
Samband íslenskra sveitarfélaga stóð að málþingi um samráð ríkis og sveitarfélaga 15. maí sl. í Brussel, í samstarfi við systursveitarfélagasambönd Austurríkis, Svíþjóðar, Skotlands, Hollands, Ítalíu og Danmerkur.
Umdeilt frumvarp um haf- og strandsvæðaskipulag
Vonbrigðum er lýst með, í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til nýrra laga um skipulag haf- og strandsvæða, að ákvæði um svonefnd svæðisráð standi óbreytt frá síðasta löggjafarþingi, þegar frumvarpið var upphaflega lagt fram.
Staða geðheilbrigðismála barna og ungmenna
Embætti landlæknis hefur gefið út skýrslu um geðheilbrigðismál barna og ungmenna, sem unnin er í tengslum við evrópska samstarfsverkefnið EU Compass for Action on Mental Health and Well-Being. Skýrslan inniheldur stöðugreiningu og framtíðarsýn innan málaflokksins og ábendingar um brýnustu forgangsmál.
Ný upplýsingasíða um launakjör grunnskólakennara
Birtar hafa verið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga upplýsingar um launakjör grunnskólakennara og þróun þeirra. Unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að gera niðurstöður úr launakönnun sambandsins aðgengilegar og var ákveðið að flýta þeirri vinnu í ljósi þess, að kjaraviðræður standa nú yfir á milli Félags grunnskólakennara (FG) og sambandsins.
Framlengdur frestur til umsókna til nýsköpunarverðlauna
Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 verða afhent á ráðstefnu um nýsköpun föstudaginn 8. júní 2018. Frestur til að skila inn tilnefningu hefur verið framlengdur til 14. maí 2018.
Ein metnaðarfyllsta byggðaáætlun frá upphafi
Samband íslenskra sveitarfélaga telur, að byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi sem tillaga að þingsályktun, feli í sér í sér raunhæfar aðgerðir til styrkingar byggða. Í umsögn sambandsins um málið kemur jafnframt fram, að hér sé um eina metnaðarfyllstu tillögu að byggðaáætlun að ræða sem komið hefur fram.
Samráð og samstarf í opinberum rekstri
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023. Fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lýsir forgangsröðun þeirra verkefna sem áformuð eru og fjármögnun þeirra. Í umsögninni er meðal annars farið fram á að gistináttagjald renni til sveitarfélaga þegar á næsta ári.