Fréttir og tilkynningar
Ný lög um lögheimili og aðsetur
Hjónum er nú heimilt að skrá sig til lögheimilis hvoru á sínum stað, samkvæmt nýjum lögum um lögheimili og aðsetur sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Lögin boða margvísleg önnur nýmæli, en meginmarkmið þeirra er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning fólks sé sem réttust.
Samþykkt sveitarstjórnar um betra veður virkaði
Þeir sem greiða atkvæði með tillögunni um betra veður, eru beðnir um að gefa merki. Atkvæðagreiðslan hefst núna! Asle Schrøder, oddviti í Steigen, var eins og aðrir orðinn leiður á endalausri rigningu. Sólarstundir hafa aldrei mælst færri í Norður-Noregi en í júní sl. og ekkert annað að gera en að slá því upp í grín.
Forgangsmarkmið samþykkt vegna heimsmarkmiðanna
Ríkisstjórn Íslands samþykkti nýlega tillögur verkefnastjórnar að forgangsröðun á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (S.þ.). Tillögurnar eru liður í undirbúningi stjórnvalda vegna málsins, en innleiðingu á sem kunnugt er að vera lokið á árinu 2030. Endanlegar ákvarðanir um aðkomu sveitarfélaga að verkefninu verða teknar á XXXII. landsþingi þeirra, sem fram fer í september nk.
Opið umsagnarferli fyrir hagaðila og almenning
Kerfisáætlun Landsnets um uppbyggingu á flutningskerfi raforku á Íslandi 2018-2027 er í opnu umsagnarferli. Minnt er á að frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. júlí nk.
Persónuverndar- og upplýsingaöryggisstefna samþykkt
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum þann 29. júní sl. persónuverndar- og upplýsingaöryggisstefnu fyrir sambandið. Stefnan tekur til meðferðar persónuupplýsinga í skilningi laga um persónuvernd og skjalfestir mikilvægi persónuverndar við hvers konar upplýsingavinnslu á vegum þess.
Ársreikningar sveitarfélaga 2017
Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 69 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2017. Í þessum sveitarfélögum búa vel yfir 99% landsmanna. Fjallað er um fjárhagsstöðu sveitarfélaga eins og í hana má ráða út frá árseikningunum í Fréttabréfi Hag- og upplýsingasviðs sambandsins.
Nýjar kynningar á heimasíðu sambandsins um persónuvernd
Sambandið hefur sett hér á vefinn eftirfarandi tvennar kynningar er varða nýsamþykkt lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem taka gildi 15. júlí n.k. Hvetur sambandið til þess að móttakendur sendi kynningar áfram til þeirra í sveitarfélaginu sem gætu haft hag af kynningunum og/eða þurfa á fræðslu að halda enda ekki nema 18. dagar þar til lögin taka gildi.
Samningur um eflingu heimagistingarvaktar
Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Þórólfur Halldórsson, undirrituðu í dag samkomulag um eftirlit með heimagistingu. Samningurinn kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins en það fer með eftirlit með heimagistingu á öllu landinu.
Öldungaráð og notendaráð í þjónustu við fatlað fólk
Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga taka gildi þann 1. október nk. Meðal nýmæla er að öldungaráð taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Er ráð fyrir því gert að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi eða á grundvelli samvinnu milli sveitarfélaga.
Ný skýrsla um Airbnb og húsnæðismarkaðinn
Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. Fjöldi gistieininga vex mun hægar en áður og hefur bókunarhlutfall verið lægra í upphafi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Á hinn bóginn hefur Airbnb-íbúðum á landsbyggðinni fjölgað talsvert hraðar en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Sveitarfélög verða af umtalsverðum tekjum.
Sveitarfélögin og kynjajafnrétti, mannréttindi og samfélagsleg þátttaka
Ráðstefna sem Samtök evrópskra sveitarfélagasamtaka, CEMR, heldur fjórða hvert ár um kynjajafnrétti, mannréttindamál og samfélagsþátttöku allra fór nýlega fram í spænsku borginni Bilbao. Þátttakendur voru um 500 talsins, aðallega starfsmenn sveitarfélaga og svæða í Evrópu, kjörnir fulltrúar og fulltrúar frjálsra félagasamtaka. Framlag Íslands var kynning Halldóru Gunnarsdóttur, jafnréttissérfræðings Reykjavíkurborgar, á mannréttindastefnu borgarinnar.
Persónuverndarlöggjöfin samþykkt þrátt fyrir annmarka
Ný persónuverndarlöggjöf, sem samþykkt var á Alþingi seint í gærkvöld, tekur gildi 15. júlí nk. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði alvarlegar athugsemdir við frumvarp til laganna, m.a. fyrir skort á samráði um efni frumvarpsins, óhófleg sektarákvæði, mikinn innleiðingarkostnað hjá sveitarfélögum og afar nauman aðlögunartíma. Minnt er á tékklistann sem sambandið hefur gert fyrir sveitarstjórnir vegna málsins.
Hlutur kvenna hefur aldrei verið meiri
Nærri einn af hverjum tveimur sveitarstjórnarmönnum er kona og hefur hlutur kvenna aldrei verið meiri í sveitarstjórnum en nú eða 47,2% Til samanburðar má nefna að hlutfall kvenna var að sveitarstjórnakosningum afloknum árið 1998 einungis 28,2% og hefur hlutfall þeirra því nánast tvöfaldast á sl. 20 árum.
Starfseminni skipt niður á báða staði
Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðisbæjar hefur nú tekið til starfa og hefur starfseminni verið skipt niður á báða staði, eins og ákveðið var. Stjórnsýsla, fjármál og umhverfis-, skipulags- og byggingamál eru í stjórnsýsluhúsinu í Garði, en félagsþjónusta og fjölskyldumál í stjórnsýluhúsinu í Sandgerði.
Nýsköpunarverðlaun 2018 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu
Rafræna lyfjaumsjónarkerfið ALFA hlaut nýsköpunarverðlaunin 2018 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Verðlaunin veitti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í lokin á ráðstefnunni „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“. Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Skútustaðarhreppur og Vatnajökulsþjóðgarður hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun.
Hvernig er að vera af erlendum uppruna á Íslandi?
Úthlutun úr þróunarsjóði innflytjendamála fór nýlega fram og hlaut að þessu sinni hæsta styrkinn Samband íslenskra framhaldsskólanema fyrir Culture Class. Verkefnið felst í framleiðslu á fræðslumyndböndum um íslenskt samfélag og hvers konar upplifun það er hér á landi, að vera af erlendum uppruna.
Kynningarfundir kjarasviðs vegna kjarasamnings við FG
Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga boðar til funda á nokkrum stöðum á landinu þar sem kynntur verður kjarasamningur grunnskólakennara sem undirritaður var 25. maí sl. og samþykktur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk 5. júní sl.
Málþing um vindorku og orkumannvirki
Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök orkusveitarfélaga gangast fyrir sameiginlegu málþingi um vindorku og orkumannvirki á Grand hóteli síðdegis í dag. Nálgast má upptökur af málþinginu hér.