Fréttir og tilkynningar
Hvert er förinni heitið?
Málþingið um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk hefst á Grand hótel kl. 13:00 í dag. Málþingið er samvinnuverkefni sambandsins, ÖBÍ og velferðaráðuneytisins. Yfirskrift málþingsins er Hvert er förinni heitið? og er tilgangur þess að fjalla um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk m.a. með tengingu við byggðaáætlun og þjónustu í dreifbýli.
Útlán Lánasjóðs sveitarfélaga aukast
Aukning varð á útlánum Lánasjóðs sveitarfélaga á fyrri hluta ársins í tengslum við uppgjör sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum. Heildarútlán jukust á tímabilinu um 17,6 milljarða eða um 24%.
Samanburður á fasteignagjöldum heimila
Fasteignamat og fasteignagjöld hækkuðu samanlagt mest á Húsavík á milli áranna 2017 og 2018 eða um 43%. Byggðastofnun ber árlega saman fasteignagjöld heimila á 26 stöðum á landinu og eru nú samanburðarhæf gögn tiltæk allt frá árinu 2010.
Allt sem kjörinn fulltrúi þarf að vita í sveitarstjórn
Námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa hefur verið hrundið af stað, nokkru fyrr en venja hefur staðið til. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga að hverjum sveitarstjórnarkosningum loknum og eru jafnan vel sótt, einkum af þeim sem taka nú sæti í fyrsta sinn í sveitarstjórn.
Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga.
Hlutverk og staða landshlutasamtaka skilgreind
Starfshópi á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur verið falið að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga og skilgreina hlutverk þeirra gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar.
Umsögn um frumvarp til nýrra umferðarlaga
Samband íslenskra sveitarfélaga telur að frumvarp til nýrra umferðarlaga sé vel unnið og nái að meginstefnu til markmiðum um skýra lagasetningu. Í umsögn þess kemur þó fram að enn megi nefna nokkur atriðið í frumvarpinu sem ástæða er til að skoða frekar.
Kynningarfundir um verndarsvæði á Íslandi
Umhverfis- og auðlindaráðherra gengst á næstu vikum fyrir kynningarfundum um land allt, þar sem drög að frumvarpi um stofnun verndarsvæða verða kynnt. Fyrstu fundirnir fara fram í Búðardal og á Hólmavík þann 15. ágúst og 16. ágúst nk.
Aðlögðun heimsmarkmiða að sveitarstjórnarstiginu
Mælst er eindregið til þess, að fjallað sé sérstaklega um staðbundna framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (SDG) í stöðuskýrslum aðildaríkja, í nýútkominni skýrslu CEMR og PLATFORMA; Heimsmarkmiðin og forystuhlutverk sveitarstjórna og svæða í Evrópu. Skýrslan byggir á könnun sem gerð var á afstöðu staðbundinna stjórnvalda til heimsmarkmiðanna og aðlögun þeirra að sveitarstjórnarstiginu.
Auglýst eftir æskulýðsfulltrúum 2019
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins auglýsir eftir æskulýðsfulltrúum fyrir næsta starfsár. Ungt fólk á aldrinum l8 til 30 ára með áhuga á staðbundnum stjórnmálum er hvatt til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 17. september nk.
Börn í borg í Vínarborg
Heimsáðstefnan Börn í borg eða Child in the City World Conference fer fram í Vínarborg dagna 24. til 26. september nk. Þessi sérhæfða ráðstefna um barnvænar borgir fer nú fram í níunda sinn.
Nýtt þjónustukort verður byggt upp í áföngum
Byggðastofnun opnaði nýlega kortasjá sem sýnir aðgengi almennings að þjónustu á öllu landinu. Um fyrsta áfangann er að ræða í gerð gagnvirks þjónustukorts sem styðja mun við stefnumótun stjórnvalda í byggðaþróun.
Yfirlit yfir alla verkefnastyrki í Brothættum byggðum
Byggðastofnun hefur sett saman og birt yfirlit yfir alla verkefnastyrki sem hafa verið veittir í Brothættum byggðum frá upphafi. Er þetta í anda aukins gagnsæsis og opinnar stjórnsýslu.
Frumvarp til nýrra umferðalaga
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti kallar eftir umsögnum um drög að nýju frumvarpi til umferðarlaga á samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin taka mið af þeim athugasemdum sem komið hafa fram í fyrra samráði, en frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fjórum sinnum fram á Alþingi, nú síðast á 141. löggjafarþingi 2012-2013.
Norrænt samstarf í menningarmálum í brennidepli
Sænska sveitarfélaga- og svæðasambandið, SKL, skipulagði nýlega í tengslum við formennsku Svía í Norrænu ráðherranefndinni ráðstefnu sem pólitískir leiðtogar á öllum stjórnsýslustigum sóttu, til að ræða framtíð norræns samstarfs í menningarmálum (multi level governance).
Aðgerðaráætlun vegna Árósarsamningsins til umsagnar
Samband íslenskra sveitarfélaga bendir í umsögn sinni vegna Árósarsamningsins á, að stórauka verði fjárframlög til umhverfisverndarsamtaka svo að þau fái staðið undir auknum verkefnum. Tillaga umhverfis- og auðlindaráðuneytis að aðgerðaráætlun um innleiðingu samningsins hér á landi 2018-2021 er nú til umsagnar.
Byggðaráðstefnan 2018
Kallað er eftir erindum á Byggðaráðstefnuna sem haldin verður 16.-17. október 2018 í Stykkishólmi. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman?
Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög
Íbúðalánasjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Umsóknarfrestur er til og með 31. október nk.