Fréttir og tilkynningar

#MeToo málefnum hvergi nærri lokið

Skipaður hefur verið aðgerðarhópur á vegum Velferðarráðuneytisins til að fylgja eftir þeim aðgerðum á vinnumarkaði sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum.

Lesa meira

Auknar forvarnir gegn sjálfsvígum

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti í gær að hún hefði samþykkt aðgerðaáætlun starfshóps um sjálfsvígsforvarnir, sem kynnt var sl. vor. Ráðherra hefur ráðstafað 25 m.kr. til málsins og hafa fyrstu aðgerðir því þegar verið fjármagnaðar.

Lesa meira

Styrkir fyrir þráðlaus net í almenningsrýmum

Sveitarfélögum stendur til boða að fá styrki fyrir þráðlaust net í almeningsrýmum samkvæmt Evrópuverkefninu WiFi4EU. Opnað verður fyrir umsóknir á ný síðari hlutann í september.  

Lesa meira

Hefðbundið meirihlutamynstur á undanhaldi

Svíar kusu til sveitar- og héraðsstjórna í gær samhliða kosningum til riksdagen, sænska löggjafarþingsins. Helstu niðurstöður eru þær, að meirihlutasamstarf féll í meirihlutanum af þeim sveitarstjórna-, landsþings- og svæðisstjórnakosningum sem fóru fram. Þá dregur úr trausti kjósenda til stjórnmála, enda þótt kosningaþátttaka hafi aukist frá síðustu kosningum, árið 2014.

Lesa meira

Aukið samstarf í þágu barna

Samband íslenskra sveitarfélaga mun vinna að því með ríkisvaldinu að brjóta niður kerfismúra sem kunna að koma í veg fyrir að börn njóti heildstæðrar og samhæfðar opinberrar þjónustu. Viljayfirlýsing þessa efnis var í dag undirrituð af ráðherrum félags- og jafnréttismála, dómsmála, mennta- og menningarmála, samgöngu- og sveitarstjórnarmála ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aukið samstarf í þágu barna.

Lesa meira

Tilmæli frá Persónuvernd vegna samfélagsmiðla

Persónuverndar gaf út í dag tilmæli til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga um notkun á samfélagsmiðlum. Um er að ræða álitaefni sem rætt hefur verið í lögfræðingahópi Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við nýju persónuverndarlögin nr. 90/2018. Ljóst er að tilmælin kalla á breytt verklag við miðlun upplýsinga um skólastarf í hverju sveitarfélagi ásamt umræðum um nánari útfærslu þess.

Lesa meira

Aukin sálfræðiþjónusta fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

Samband íslenskra sveitarfélaga og Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert með sér samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn þess. Greiður aðgangur að slíkri þjónustu er talinn lykilatriði fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sem glíma í daglegum störfum sínum við áföll, slys og dauða.

Lesa meira

Engin þörf á endurskoðun gatnagerðargjalds

Starfshópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins telur, að litil þörf sé að svo stöddu, á efnislegum breytingum á gildandi lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Í ljósi þess, að í sumar voru liðin 10 ár frá því að lögin tóku gildi, var talið tímabært að yfirfara reynsluna af framkvæmd laganna.

Lesa meira

Umsögn um þjóðgarðastofnun

Samband íslenskra sveitarfélaga telur brýnt að víðtæk sátt náist um nýja þjóðgarðastofnun í umsögn þess um frumvarp til laga um stofnunina, sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi. Auk sambandsins hafa einstök sveitarfélög einnig veitt umsögn um málið.

Lesa meira

Fundarröðin um mótun menntastefnu hafin

Fundaröð um mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030 hófst í Árborg í gær að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur og félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni. Á næstu mánuðum fara sem kunnugt fram um land allt, fræðslu- og umræðufundir helgaðir Menntun fyrir alla og því endurmati sem stendur yfir á núgildandi menntastefnu.

Lesa meira

Lýsa – rokkhátíð samtalsins

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ólafur Stefánsson, handboltahetja, setja í sameiningu LÝSU, tveggja daga samtalshátíð sem fram fer í Hofi, Akureyri, dagana 7. og 8. september. Á meðal upphafsviðburða má nefna samtal Norræna félagsins um áhrif metoo-byltingarinnar á hagkerfi og hagvöxt, en hátíðinni lýkur á laugadag með diskósúpu, sem Saga Garðarsdóttir matbýr í samstarfi við gesti hátíðarinnar við ljúfan undirleik Jónasar Sig.

Lesa meira

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2019–2020

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2019–2020. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018.

Lesa meira

Umbætur í norska skólakerfinu rýndar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var nýlega stödd í Noregi að kynna sér umbætur í menntamálum þarlendra. Með ráðherranum í för voru fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands og fulltrúum menntavísindasviðs Háskóla Íslands og kennaradeildar Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Auglýsing um framlög úr byggðaáætlun

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum. Í þessari fyrstu lotu verður áhersla lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni með varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar sett í forgang.

Lesa meira

Spurt og svarað um ný og breytt lög í félagsþjónustu

Innleiðing á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er á meðal þess sem ný og breitt lög boða í félagsþjónustu sveitarfélaga. Af öðrum breytingum má nefna, að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) hefur verið lögfest sem þjónustuform og ber innleiðingu þess að vera lokið fyrir árið 2022. Endurskoðun álitaefna sem kunna að koma upp við framkvæmd laganna á jafnframt að vera lokið eigi síðar en 1. október 2021.

Lesa meira

Ráðherra kynnir skipulagsmálanefnd frumvarpsdrög um nýja Þjóðgarðsstofnun

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti á fundi skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær drög að frumvarpi til laga um nýja ríkisstofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi.

Lesa meira

Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Fyrstu umræðu- og fræðslufundir menntamálaráðherra um menntun fyrir alla verða í Árborg, mánudaginn næstkomandi, þann 3. september. Boðað er til fundanna vegna mótunar á nýrri menntastefnu stjórnvalda og verður fundað á samtals 23 stöðum um land allt. Fundaröðinni lýkur í Reykjavík síðari hlutann í nóvember.

Lesa meira

Krefst viðhorfsbreytingar í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Mikilvægt er að stjórnvöld knýi fram viðhorfsbreytingu gagnvart kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi, að mati starfshóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í kjöfar #metoo aðgerða íþróttakvenna. Ofbeldishegðun er ólíðandi í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi og forgangsmál er að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda sé hafið yfir vafa. Mennta- og menningarmálaráðuneytið leitar samstarfi við sveitarfélög um framkvæmd á tillögum starfshópsins.

Lesa meira