Fréttir og tilkynningar

Umhverfisstofnun hafnar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Umhverfisstofnun hafnar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um ógildingu starfsleyfa fiskeldisfyrirtækja í Patreksfirði og Tálknafirði. Leyfisútgáfa hafi verið í samræmi við lög og reglur og telur stofnunin að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi úrskurði nefndarinnar. 

Lesa meira

Tvöföld lögheimilisskráning barna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá umsögn um frumvarp sem heimilar lögheimilisskráningu barna hjá báðum foreldrum. Er í umsögninni áréttuð sú afstaða að sambandið hefur í sambærilegum málum lagst gegn slíkum skráningum og fremur talað fyrir skiptri búsetu barna til að jafna stöðu foreldra.

Lesa meira

Íslenska er stórmál

Íslenskan stendur á tímamótum og mikilvægt er að tryggja að íslensk tunga standi jafnfætis öðrum málum og sé notuð á öllum sviðum þjóðlífsins. Svo segir meðal annars í viljayfirlýsingu, sem  undirrituð var á Skólamálaþingi Kennarasambands Íslands (KÍ) fyrr í dag.

Lesa meira

Rannsóknarskyldu gagnvart umhverfismati hafi ekki verið sinnt

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm undir lok desembermánaðar á síðasta ári vegna 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi. Rök úrskurðarnefndar eru m.a. þau, að Matvælastofnun hafi ekki sinnt lögboðinni rannsóknarskyldu sinni á því hvort álit Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats framkvæmda myndaði nægilega traustan lagagrundvöll fyrir útgáfu rekstrarleyfisins. Úrskurðurinn virðist hafa leitt af sér verulega óvissu um stöðu fiskeldis.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Opnað var fyrir umsóknir í Framkvæmdsjóð ferðamannastaða í gær. Umsóknarfrestur er til 28. október nk. en sjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum að vissum skilyrðum uppfylltum.

Lesa meira

Mannvirki og þjónusta á hálendinu kortlögð

Út er komin skýrslan Mannvirki á miðhálendinu, sem greinir frá mannvirkjum og þjónustu á miðhálendinu. Kemur þar m.a. fram að tæplega 600 byggingar tengdar ferðaþjónustu dreifist á tæplega 200 staði á miðhálendinu. Þá er yfirgnæfandi fjöldi ferðaþjónustubygginga litlir fjallaskálar, sem eru 50 m2 eða minni að stærð.

Lesa meira

Ný GERT verkfærakista fyrir tækni og raunvísindi í grunnskólum

GERT hefur opnað verkfærakistu fyrir verkefnalýsingar, verkferla og önnur hagnýt gögn vegna tækni- og raunvísindanáms á grunnskólastigi. Auk þess að safna slíkum gögnum á einn stað, er verkfærakistunni einnig ætlað að greiða fyrir miðlun skóla á þekkingu og reynslu sín á milli.

Lesa meira

Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga er komið út

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Yfirlitinu er ætlað sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun og áætlanagerð, en einnig mun það nýtast ráðuneytinu vegna áætlanagerðar sem því er nú ætlað að sinna vegna málefna sveitarstjórnarstigsins.

Lesa meira

Takmörkuð áhrif á heildarinnleiðingu NPA-samninga

Samkvæmt lögum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) mun innleiðing á því þjónustuformi standa yfir í þrepum allt til loka ársins 2022, en alls er gert ráð fyrir að 630 samningar verði gerðir á fimm ára tímabili. Frestun á gildistöku laganna seinkar gerð 52 samninga fram að áramótum.

Lesa meira

Skipulagsdagurinn 2018 – bein útsending

Skipulagsdagurinn 2018 fer nú fram í Gamla bíói í Reykjavík. Dagurinn er helgaður því sem efst er á baugi í skipulagsmálum hverju sinni. Nálgast má beint streymi hér á vef sambandsins.

Lesa meira

Áskoranir og tækifæri sveitarfélaga í skipulagsmálum

Skipulagsdagur sveitarfélaga fór fram við góðar undirtektir í dag, en þátttakendur voru hátt á þriðja hundrað manns. Tæpt var á helstu áskorunum og tækifærum sveitarfélaga í skipulagsmálum og óhætt er að segja að víða hafi verið komið við í fjölbreyttri dagskrá dagsins.

Lesa meira

Falinn vandi skólaforðunar

Fullt var út úr dyrum á fundi Náum áttum í morgun um þann falda vanda sem skólaforðun stendur fyrir.  Nálgast má upptökur af fundinum hér á vef sambandsins.

Lesa meira

Úthlutun úr Námsgagnasjóði

Úthlutun úr Námsgagnasjóði er lokið. Úthlutað var í 12. sinn úr sjóðnum og voru alls 59,8 m.kr. til ráðstöfunar. Úthlutað er til hvers grunnskóla í samræmi við fjölda skráðra nemenda. 

Lesa meira

Skráning hafin á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Skráning er hafin á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Meginþema ráðstefnunnar snýr að þessu sinni að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, gráum svæðum í opinberri þjónustu og stöðu sveitarfélaga gagnvart stórum þjónustuverkefnum. Ráðstefnan hefur jafnan verið fjölmennasti viðburður sveitarfélaganna, með um og yfir 400 þátttakendur á ári hverju. 

Lesa meira

Sex mánaða uppgjör stærstu sveitarfélaganna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman sex mánaða uppgjör fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins eða Reykavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðarbæjar og Akureyrarkaupstaðar. Samantektin tekur til A-hluta starfseminnar, sem er sá hluti sem fjármagnaður er að stærstum hluta af skattfé. Um 60% landsmanna eru búsettir í þessum sveitarfélögum. Á heildina litið stefnir í að skuldahlutfall þeirra fari lækkandi.

Lesa meira

Hægagangur og óvissa við innleiðingu NPA

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga, sem taka eiga gildi um næstu mánaðamót vegna NPA-þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, verði frestað til 1. janúar nk. Að mati sambandsins þurfa stjórnvöld að gefa sér tíma til að klára undirbúning málsins, en margt er enn óljóst varðandi innleiðingu þjónustunnar og fjármögnun. Sé vel á málum haldið, geti nauðsynlegum undirbúningi verið lokið um næstu áramót.

Lesa meira

Hvatt til víðtæks samráðs í loftslagsmálum

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum þjónar þeim tvíþætta tilgangi, að staðið verði við skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins árið 2030 og að markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi þjóðarinnar verði náð árið 2040. Megináhersla er lögð á bæði kolefnisbindingu og orkuskipti í samgöngum og eru endurheimt votlendis, skógrækt, almenningssamgöngur og úrgangsmál dæmi um málaflokka sem koma munu til kasta staðbundinna stjórnvalda um land allt. Áætlunin er í opnu samráðsferli og hvetur ríkisstjórnin til víðtæks samráðs í loftslagsmálum.

Lesa meira

Bóndadagur og konudagur fóru vikuvillt

Komið hefur í ljós, að bóndadagur og konudagur fóru því miður vikuvilt í skóladagatali næsta skólaárs, 2019-2020. Þeir skólar sem hafa þegar sótt dagatalið eru því beðnir um að skipta því út fyrir nýtt og uppfært skjal. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Lesa meira