Fréttir og tilkynningar
Eitt leiðarkerfi fyrir allar almenningssamgöngur
Lögð hafa verið fram til kynningar drög að fyrstu heildarstefnu ríkisins í almenningssamgöngum. Markmið stefnunnar er að stuðla að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um land allt samfara aukinni notkun almenningssamganga. Þá eru almenningssamgöngur skilgreindar út frá einu og samþættu leiðarkerfi fyrir flug, ferjur og almenningsvagna á öllu landinu. .
Kynningarfundur um heimsmarkmiðin og sveitarfélögin í beinni
Streymt verður beint frá kynningarfundinum um heimsmarkmiðin og sveitarfélögin, á vef sambandsins. Fundurinn fer fram á Grand hóteli föstudaginn 15. febrúar kl. 13:00 til 16:30.
Mikill áhugi hjá sænskum sveitarfélögum á heimsmarkmiðunum
Glokala Sverige – Agenda 2030 er yfirskrift þriggja ára samstarfs- og fræðsluverkefnis um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem SKL, samtök sveitarfélaga og svæða, standa fyrir í samstarfi við Félag Samneinuðu þjóðanna í Svíþjóð. Heimsmarkmiðin hafa áunnið sér sess innan vébanda samtakanna sem hagnýtt tæki til innleiðingar á aðferðum sjálfbærrar þróunar.
Hagvöxtur landshluta 2008-2016
Hagvöxtur var 15-18% í þeim landshlutum sem hann var mestur á árunum 2016-2018 og talsvert yfir landsmeðaltali sem nam 10% á þessu árabili. Þetta er að meðal þess sem kemur fram í Hagvöxtur landshluta 2008-2016 sem kom nýlega út. Skýrslan er unnin af Dr. Sigurði Jóhannessyni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við þróunarsvið Byggðastofnunar.
Skora á ríkið að hefja viðræður vegna hjúkrunarheimilanna
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu skora á Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið að hefja nú þegar markvissar og raunhæfar viðræður við samtökin og Samband íslenskra sveitarfélaga um þjónustu hjúkrunarheimila, sem og þjónustu í dagdvalarrýmum. Ef fram heldur sem horfir verður þjónustuskerðing óhjákvæmileg vegna þeirrar rýrnunar sem átt hefur sér stað á verðgildi fjárveitinga samfara kostnaðarhækkunum undanfarinna missera.
Seltjarnarnesbær hlýtur Orðsporið 2019
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, tók í dag við Orðsporinu 2019 – hvatningarverðlaunum sem afhent eru á Degi leikskólans. Verðlaunin voru veitt því sveitarfélagi sem þykir hafa skarað fram úr við að bæta starfsaðstæður og starfskjör leikskólakennara umfram kjarasamning.
Fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna
Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun um lýðheilsustefnu frá 2016, en þar er m.a. kveðið á um framleiðslu á fræðsluefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt barna í leikskólum.
Frumvarp um lækkun kosningaaldurs endurflutt
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir til þess að taka til umfjöllunar beiðni sem þeim hefur borist frá nefndasviði Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögnum um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur) 356. mál.
Reglur um notkun eigin snjalltækja í skólatíma
Í dag tóku formlega gildi nýjar reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar. Reglurnar eru setta í því skyni, að hlífa börnum við þeim vandamálum sem fylgja aukinni snjalltækjanotkun. Fjarðabyggð hefur þar með bæst við þann vaxandi hóp sveitarfélaga sem stemmt hafa stigu við notkun snjalltækja í skólatíma.
Tillögum vegna úttektar Evrópumiðstöðvar fylgt eftir
Framkvæmdastjórar sveitarfélaga sem reka grunnskóla hafa verið beðnir um að upplýsa um úthlutunarreglur sem unnið er eftir við ráðstöfun fjármagns vegna stuðnings við nemendur með sérþarfir í grunnskólum, nemendur af erlendum uppruna og nemendur sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.
Evrópuvika sjálfbærrar orku
Sjálfbærniverðlaun Evrópusambandsins, EU Sustainable Energy Awards, verða afhent í tengslum við Evrópuviku sjálfbærrar orku sem fram fer í Brussel dagana 17. til 21. júní nk. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi nýsköpunarverkefni á sviði orkusparnaðar og endurnýjanlegra orkugjafa.
Endurmenntunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir
Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2019-2020. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2019.
Stjórn sambandsins lýsir ánægju með framkomnar tillögur í húsnæðismálum
tjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ræddi á fundi sínum í dag um tillögur átakshóps forsætisráðherra um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Aðallega voru til umræðu þær tillögur sem víkja að sveitarfélögum og aðgerðum á þeirra vegum. Leggur stjórn sambandsins áherslu á ð fulltrúar sveitarfélaga taki beinan þátt í mótun á útfærslum og framfylgd niðurstðananna og hvetur til þess að komið verði á markvissu samstarfi stjórnvada og helstu haghafa um úrbætur í húsnæðismálum á grundvelli niðurstaðna átkashópsins.
Heildarendurskoðun á málefnum barna og ungmenna
Samhliða uppskiptingu velferðarráðuneytis í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti um sl. áramót, varð til nýtt ráðuneyti barnamála, sem heyrir nú undir félagamálaráðherra. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur í framhaldinu boðað heildarendurskoðun á málefnum barna og er undirbúningur þeirrar vinnu vel á veg kominn.
Samræmd móttaka flóttafólks
Félagsmálaráðuneyti undirbýr nú innleiðingu á samræmdri móttöku flóttafólks. Auglýst verður eftir sveitarfélögum sem vilja taka á móti flóttafólki og gerður við þau samningur þar að lútandi. Hlutverk móttökusveitarfélags verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun ásamt því að tryggja flóttafólki aðgang að leiguhúsnæði. Þetta kom fram í máli Ásmunds Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, á fundi í gær í Þróunarsetri Vestfjarða.
Stefnuleysi í vindorkumálum gagnrýnt
Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fjallaði um stöðu sveitarfélaga á málþingi um vindorku sem fór nýlega fram á vegum verkefnastjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Stefnuleysi í orkumálum og óskýrt lagaumhverfi er á meðal þess sem getur torveldað sveitarfélögum að takast á nýjar áskoranir í vinorkunýtingu.
Sveitarfélög vilja sanngjarna hlutdeild í tekjum hins opinbera af sameiginlegum auðlindum
Samband íslenskra sveitarfélaga styður ekki frumvarp til laga um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó. Að áliti sambandsins er um auðlindagjald að ræða, sama hvaða nafni það nefnist og að stofni til beri gjaldinu því að standa undir uppbyggingu sveitarfélaga vegna fiskeldis.
Dagur leikskólans 2019 er 6. febrúar
Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í tólfta sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.